Samkvæmt þessu línuriti sem The Economist birtir í dag er Reykjavík fyrir neðan meðallag í verðlagi samanborið við borgir í heiminum.
Tokyó er dýrasta borgin, Osló sú fjórða dýrasta af þeim eru kannaðar. Mumbai og Karachi eru ódýrastar.
Reykjavík er í 47da sæti, telst vera aðeins ódýrari en Sao Paolo í Brasilíu.
En við sjáum að þarna hafa orðið miklar breytingar – sem vitaskuld tengjast gengi krónunnar. Fyrir fimm árum var Reykjavík miklu dýrari – verðlagið var þá langt yfir miðgildinu í línuritinu.