Viðræður við ESB eru á ís núna.
Það þarf væntanlega ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar til að hefja þær að nýju – það á eftir að ræða bæði sjávarútveg og landbúnað.
Það er frekar ólíklegt að ný ríkisstjórn verði Evrópusinnuð.
En hins vegar er greinilegt að flokkarnir veigra sér við að segja beint út að slíta skuli viðræðunum, það er líkt og enginn vilji alveg taka ábyrgð á því.. Þeir fara eins og köttur í kringum heitan graut og tala um þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða framhald viðræðnanna.
Slík þjóðaratkvæðagreiðsla yrði þá væntanlega næsta haust – það væri varla svigrúm til að halda hana fyrr. Hún gæti orðið býsna erfið.
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða afstöðu landsfundur Sjálfstæðisflokksins tekur til málsins – hann verður haldinn í 21. til 24. febrúar.