Kristinn Már Ársælson, sem starfar í Lýðræðisfélaginu Öldu, birtir þennan texta á Facebook undir yfirskriftinni Leiðarkort að sanngjarnara hagkerfi – þetta er þýtt og staðfært hjá honum.
Því verður ekki neitað að margt þarna hljómar ansi skynsamlega í ljósi atburða síðustu ára, hér er a.m.k. nóg að ræða.
— — —
1. Bankar fyrir fólk
Takmarka völd og stærð fjármálastofnana þannig að stærð þeirra ógni ekki samfélaginu.
Samfélagsvæða banka þannig að þeir lúti lýðræðislegri stjórn.
Bankar eiga að vera ábyrgar samfélagslegar stofnanir sem þjónusta almenning í stað þess að vera áhættusækinn stórgróðaiðnaður.
Algjör aðskilnaður viðskiptabanka og fjármálastofnana sem taka þátt í spilavítishagkerfinu til þess að draga úr kerfisáhættu.
Skylda banka til þess að lána smærri og meðalstórum fyrirtækjum í stað þess að safna gríðarlegum sjóðum sem versla aðeins með fjármálaafurðir sem ekki tengjast framleiðslu.
Styðja við almenningsbanka, s.s. sparisjóði, græna og siðlega banka.
Endur-regluvæða fjármálamarkaði. Fjármál eru almenningseign, ekki leiktæki ofurríkra.
Banna hættulega fjármálaafturðir á borð við skuldabréfavafninga, enda eru þeir efnahagsleg gereyðingarvopn.
Leyfa aðeins nýjar fjármálaafurðir sem sýna má fram á að eru öruggar og hafa jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif.
Draga úr umfangi fjármálamarkaða í hagkerfinu og leggja áherslu á sjálfbæra og sanngjarna starfsemi.
Henda í ruslið goðsögninni um hina ósýnilegu hönd og visku markaðarins sem leiddi til afregluvæðingar og hruns.
2. Niðurskurður – nei takk!
Hrunið og fjármálakrísan er ekki tilkomin vegna of mikill útgjalda hins opinbera heldur óábyrgrar áhættuhegðunar einkarekinna fjármálafyrirtækja, með leyfi og stuðningi hins opinbera. Lækkun raunlauna vegna hnattvæðingar stórfyrirtækja hafði einnig áhrif.
Tilgangur hins opinbera er að uppfylla þarfir fólksins, ekki skera á líflínur. Niðurskurður eru svik af hálfu þeirra sem hafa mest gagnvart þeim sem hafa minnst. Í mörgum löndum hefur niðurskurður ekki haft jákvæð áhrif og sums staðar hefur hann haft neikvæð efnahagsleg áhrif.
– Sanngjarnt – skynsamlegt? –
Verkamenn – frysting launa, uppsagnir (sérstaklega meðal kvenna hjá hinu opinbera – meira 75% af þeim sem sagt var upp hjá hinum opinbera í Bandaríkjunum milli 2009 og 2011 voru konur).
Atvinnuleysi – 200 milljón manns um allan heim eru atvinnulaus, þar af 45 milljónir í ríkum löndum.
Ungt fólk – Um helmingur ungs fólks á Spáni er án atvinnu.
Eftirlaun – eftirlaunaaldur hefur víða verið hækkaður og eftirlaun lækkuð.
Þjónusta hins opinbera – dregið hefur verið úr þjónustu, m.a. í heilbrigðis- og menntakerfi.
Þeim sem eiga meira en 1 milljón dollara í Bandaríkjunum fjölgaði um 7,2% árið 2010.
Fimm stærstu bankar Evrópu högnuðust um meira en 36 milljarða dollara árið 2010.
Hagnaður stórfyrirtækja í Bandaríkjunum hefur hækkað um 25-30% frá hruni.
3. Skattar á ríka – ekki fátæka!
Endurheimta milljarðana sem fara í skattaskjól og undanskot og loka fyrir götin.
Koma á Tobin/Hróa Hattar skatti.
Hækka skatta á ríka og láta skatta hækka eftir því sem tekjur hækka þannig að þeir sem hafa meiri tekjur greiði hærra hlutfall en þeir sem hafa lægri tekjur.
Koma á tekjuþaki og banna bónusgreiðslur.
Hætta að niðurgreiða jarðefnaeldsneytisiðnað.
Gera fyrirtæki ábyrg gagnvart samfélaginu, ekki aðeins gagnvart hluthöfum og eigendum. Leggja af arðsemiskröfuna sem skyldar hlutafélög til þess að hámarka arð óháð félagslegum og umhverfislegum áhrifum.
Tryggja að öll fjárhagsleg tengsl milli hins opinberra og fyrirtækja séu gagnsæ og upplýsngar aðgengilegar. Setja reglur um að stjórnmálamenn geti ekki farið til starfa hjá fyrirtækjum sem þeir komu að því að setja reglur og lög fyrir.
Koma í veg fyrir að stórfyrirtæki geti haft áhrif á WTO og hagrætt viðskiptareglum og samningum sér í hag.
Fair trade reglur verði látnar gilda um öll viðskipti.
4. Fellum niður skuldir!
Fella niður allar ólögmætar (þar á meða odious debt) skuldir. Mörg lán voru veitt með óábyrgum hætti og eru ósjálfbær, ógjaldfær og verða afskrifuð fyrr eða síðar.
Koma á fót óháðu skuldaúrvinnslukerfi sem setur lántaka en ekki lánveitendur í forgang.
Koma í veg fyrir áhrif lánveitenda á opinbera stefnumótun. Þeir eru þátttakendur (og njóta ágóðans) í áhættu-viðskiptunum sem leiddu af sér efnahagslegt hrun og glundroða.
Loka matsfyrirtækjum eins og Standar & Poor´s og Moody´s (sem eru einkafyrirtæki sem þiggja tekjur frá stórfyrirtækjum og bönkum) og koma á fót óháðum mats-stofnunum.
Í stað þess að bjarga bönkum (sem eru í hættu vegna ríkisskulda) ætti að veita samsvarandi upphæðum til almennings í skuldsettum löndum í formi styrkja til þess að styðja við efnhagslegan bata.
5. Styðja við græna og sjálfbæra valkosti!
Búa til pólitíska og efnhagslega stefnu sem styður við opinbera þjónustu og græna nálgun hvað varðar útgjöld hins opinbera.
Koma á fót grænum ríkisskuldabréfum.
Fjárfesta stórkostlegga í endurnýjanlegri orku og orkusparnaði til að binda endi á ósjálfbæra nýtingu jarðefnaeldsneytis. Aðstoða mengandi iðnað í umbreytingarferlinu.
Ráðast í grænar endurbætur á samgöngum og húsnæði.
(Ef ráðist yrði í aðgerðirnar að ofan myndu skapast milljónir starfa – ein milljón í Bretlandi. Græni orku og samgönguiðnaðurinn í Evrópu skapar 3,4 milljónir starfa. Til samanburðar má nefna að 2,8 milljónir starfa í hefðbundnum mengandi iðnaði, s.s. sementi, námuvinnslu, járni, stáli og rafmagni.)
Verkefni sem eru sjálfbær, græn og lýðræðisleg njóti forgangs hjá bönkum.
Í ruslið með hagvaxtarfíknina (sérstaklega hagvöxt sem grundvallast á skuldsetningu, ofneyslu og fullkomnu skilningsleysi á vistfræðilegum takmörkum) og koma á sjálfbærni, bæði hvað varðar umhverfi og efnahag.
6. Alvöru lýðræði!
Margt má læra af þeim hreyfingum sem hafa sprottið upp í kjölfar hrunsins. Occupy, Indignados, Uncuts og verkalýðshreyfingin víða um heim eru að berjast fyrir lýðræði á sama tíma og þeir berjast gegn niðurskurði sem er keyrður í gegn til að verja hagsmuni fjármagnseigenda.
Tryggja þarf rétt almennings til þess að færa ákvarðanir í formleg þátttökuferli, sambærileg þátttökufjárhagsáætlunargerð (sem þekkt er frá Porto Alegre).
Nýta þarf í auknum mæli slembival (eins og reynt hefur verið með góðum árangri víða um heim) við val á fulltrúum og ákvarðanatöku til þess að koma að röddum allra hópa samfélagsins.
Tryggja þarf lýðræðisvæðingu hagkerfisins bæði með því að innleiða reglur lýðræðisins og gera fyrirtæki lýðræðisleg með samvinnufélagavæðingu fyrirtækja. Eitt atkvæði á mann.