fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

2008: Hin mikla leit að lánsfé

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það færist þoka yfir atburðina á tíma hrunsins – og það eru líka margir sem hafa reynt að afbaka um hvað gerðist þessa mánuði.

Össur Skarphéðinsson skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann vænir Sjálfstæðisflokkinn um stefnuleysi í utanríkismálum, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svarar með grein í dag þar sem hún segir að Össur og Jóhanna Sigurðardóttir hafi ekki viljað leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

En menn þurfa aðeins að rifja upp hvað gerðist áður. Ísland hefði líklega þurft að leita á náðir AGS miklu fyrr, eins og erlendir aðilar bentu ráðamönnum á – það virka eins og stór mistök nú. Þá hefði kannski verið hægt að komast hjá ófögnuði eins og hinum svokölluðu hryðjuverkalögum.

Í staðinn var opinberlega í gangi afneitun gagnvart stöðu þjóðarinnar – en á bak við tjöldin leituðu stjórnvöld og Seðlabankinn að lánafyrirgreiðslu út um allan heim. Það náði hámarki þegar Seðlabankinn tilkynnti einn morgun í október 2008 að við myndum fá lán að jafnvirði fjögurra milljarða evra frá Rússum.

Þetta eru hátt í 700 milljarðar króna – það er nokkuð augljóst hver hefðu verið pólitísk áhrif þessa. Íslendingar hefðu snögglega orðið mjög undirgefnir Rússum.

Undir lokin, rétt í kringum að hrunið var að gerast, var svo mikið rætt um lán frá íslensku lífeyrissjóðunum – til þess að bjarga bönkunum. Um það náðust ekki samningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur