fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hrísla Páls Ólafssonar, lögreglustjóri Napóleons, heimspekistjarnan Precht

Egill Helgason
Þriðjudaginn 29. janúar 2013 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölbreytt efni er í Kiljunni á miðvikudagskvöld.

Við fjöllum um heimspekiritið Hver er ég – og ef svo er, hve margir? eftir Richard David Precht. Höfundurinn er afar frægur í heimalandi sínu Þýskalandi sem sjónvarpsmaður, fyrirlesari og heimspekingur. Bókin hefur selst í stórum upplögum og verið þýdd á meira en þrjátíu tungumál. Hún er nú komin út á íslensku í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar, en það er hann sem kemur í þáttinn og segir frá bókinni.

Við förum austur í Hallormsstaðaskóg og finnum birkitréð sem Páll Ólafsson orti um í frægu kvæði sínu sem nefnist Hríslan og lækurinn. Það stendur enn, meira en hundrað árum síðar. Páll er meðal vinsælustu skálda þjóðarinnar og hefur hróður hans frekar vaxið með endurútgáfum á ljóðum hans undanfarin ár.

 

 

Við fjöllum um bókina Lögreglustjóri Napóleons eftir Stefan Zweig. Hún kom út í íslenskri þýðingu fyrir margt löngu, en hefur nú verið endurútgefin. Bókin fjallar um Joseph Fouché, franskan byltingarmann og einhvern slyngasta tækifærissinna allra tíma. Þýðandinn var Magnús Magnússon, kallaður Magnús stormur, en barnabarn hans, Sigurður G. Tómasson, segir frá honum og þessari sígildu bók.

Við fáum að heyra hverjar eru uppáhaldsbækur Gunnars Helgasonar, leikara og barnabókahöfundar.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Mensalder eftir Bjarna Harðarson og Einn plús einn, en sú bók inniheldur bréfaskipti Steinars Sigurjónssonar og Jóns Ýngva.

Bragi fjallar um listaverk sem hann vill staðsetja framan við Seðlabankann.

Joseph Fouché, lögreglustjóri Napóleons, var einn mesti tækifærissinni sem um getur. Hann var vita samviskulaus, varð mjög rótttækur í frönsku byltingunni, fékk viðurnefnið Slátrarinn frá Lyon, kom sjálfum Robespierre í fallöxina, honum tókst svo að komast innundir hjá Napóleon og sýndi mikla hæfileika sem lögreglumaður – að sumu leyti vísa þeir til lögreglumanna sem störfuðu fyrir alræðisstjórnir sem síðar komu. Fouché plottaði síðar gegn Napóleon og reyndi að komast í náðina hjá nýjum stjórnvöldum, hinni endurreistu konungsstjórn Lúðvíks XVIII, en þá þraut gæfa hans, enda var vitað að hann hafði greitt atkvæði með líflátsdómi yfir bróður konungs, Lúðvíki XVI.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum