fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Sjónarspil í kringum Símann

Egill Helgason
Föstudaginn 25. janúar 2013 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú birtast fréttir um „fjárhagslega endurskipulagningu“ Skipta, félagsins sem á Símann. Það er ekki launungamál að skuldirnar hafa lengi verið gjörsamlega að sliga þetta félag. Það koma inn nýir stjórnarmenn, til dæmis Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Athyglisvert er í því sambandið að núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sem fer með hlut lífeyrissjóða í mörgum fyrirtækjum, er Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skipta.

Svona tengjast hlutirnir alltaf á Íslandi.

Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, hefur skrifað margt um lífeyrissjóðina. Ragnar skrifar á bloggi sínu um einkavæðingu Símans og það sem eftir kom. Greinin nefnist Síminn inneignarlaus:

„Fyrst tapast hlutabréfin svo skuldabréfin sem síðan er breytt í hlutafé og svo kaupum við aftur skuldabréf í félaginu og fleiri hlutabréf osfrv.

Landssíminn var einkavæddur og seldur hópi fjárfesta fyrir 66,7 milljarða þann 5.ágúst 2005. Í þessum hópi fjárfesta sem keyptu 98,8% hlut ríkisins í nafni Skipta ehf., voru: Exista ehf.45%  Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25%  Gildi – lífeyrissjóður 8,25%  Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25% Samvinnulífeyrissjóðurinn 2,25%  MP Fjárfestingarbanki hf. 2%  Imis  ehf. 2% og Kaupþing banki hf. 30%

Kaupverðið átti að staðgreiða innan 5 virkra daga frá samþykki samkeppniseftirlitsins.

Staðgreiðslan var líklega lítið annað en sjónarspil og raunverulegu peningarnir sem notaðir voru til að kaupa yfirráð yfir félaginu komu úr okkar eigin vösum eða sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna því strax í kjölfar sölunnar var viðskiptavild félagsins skrúfuð upp úr öllu valdi eða úr 970 milljónum í 58.5 milljarða og skuldir hækkuðu úr 4.7 milljörðum í 44.6 milljarða á nokkrum mánuðum til að greiða til baka tímabundin fjárútlát „kjölfestu“ fjárfesta.

Það lítur því út að kjölfestan hafi ekki verið meiri en svo að aldrei hafi staðið til annað en að fjármagna kaupin með almanna fé.

Himinháar lántökur og skuldabréfaútgáfa að andvirði 15 milljarða sem var klæðskerasniðin hárri ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Þessi bréf voru í raun verðtryggð kúlulán sem eru á einum gjalddaga þann 2.apríl 2014 og standa nú í 24,3 milljörðum króna.

Ætli það hafi verið fyrirfram ákveðið í plottinu, afsakið, kaupunum að sjóðirnir keyptu svo skuldabréfin sem nú þarf að afskrifa?

Heildarskuldir Símans í dag eru um 62 milljarðar króna og skiptast í sambankalán sem er á gjalddaga í desember á þessu ári og skuldabréfaflokk sem er á gjalddaga í apríl á næsta ári. Skuldirnar eru því nokkurn vegin á pari við upprunalegt kaupverð þrátt fyrir mikla sölu á eignum og verðmætum úr félaginu.

Félagið er tæknilega gjaldþrota, upprunalegt hlutafé sem kom að stórum hluta frá lífeyrissjóðunum er að mestu tapað og hinir sem komu með pening voru fjármagnaðir að stórum hluta af lífeyrissjóðunum sjálfum.

Fyrst tapast hlutabréfin svo skuldabréfin sem síðan er breytt í hlutafé og svo kaupum við aftur skuldabréf í félaginu og fleiri hlutabréf osfrv.  

Nú á að semja við kröfuhafa og verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig díllinn verður matreiddur í bókum lífeyrissjóðanna og hvaða bókhaldsbrellum verður beitt til að fela tapið. Að öllum líkindum verða himinhá kúlulán sem félagið er með hangandi yfir sér breytt í hlutafé og eða langtímaskuldir sem hægt er að verðmeta að vild í bókum sjóðanna svo ekkert fattist og engin spyrji sem er pínu fínni leið en nauðasamningar Bakkavarar, sem ekki héldu vatni né vindum, svo eitthvað sé nefnt.

Skuldabréfin eða kúlulánið sem lífeyrissjóðirnir keyptu var í raun ekkert annað en fjármögnunin á einkavæðingu Símanns sem nú hefur tapast að stórum hluta. Eitt af einkavæðingar undrum ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.

Allt verður þetta svo gert í nafni trúnaðar, bankaleyndar og algerrar þagnarskyldu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?