fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Mátulega gott dæmi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. janúar 2013 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski ekki alveg rétt hjá forseta vorum að Ísland sé gott dæmi um hvernig er að standa utan Evrópusambandsins og njóta velgengni. Það getur verið að það henti Íslendingum að vera utan ESB, en við erum varla nein fyrirmynd þótt tekist hafi að rétta aðeins úr efnahagslífinu hér eftir fáránlega óstjórn og hrun.

Ísland er reyndar með aukaaðild að ESB í gegnum EES samninginn. Sjálfur David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur talað um að slíkt fyrirkomulag sé ómögulegt. Þannig taki ríki við tilskipunum án þess að ráða nokkuð um þær.

Ríki Evrópu hafa gengið í Evrópusambandið af ýmsum ástæðum, ríki Austur-Evrópu fóru til dæmis þangað inn eftir áratugalanga hörmungasögu. Í aðeins einu Evrópusambandsríki er í alvöru talað um úrsögn.

Það er í Bretlandi – eða nánar tiltekið Englandi – því fylgi við ESB er mun meira í Skotlandi. Bandaríkjamenn vara bresku ríkisstjórnina við að stíga þetta skref – segja að það muni dæma Breta til áhrifaleysis. Það verður forvitnilegt að sjá þessa umræðu í samhengi við fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna sem er í burðarliðnum.

Sviss er fyrir utan með sína fjármagnsparadís – og Norðmenn hafa sína olíu. Fjármagnsparadísir eitra efnahagslíf heimsins, olían eitrar umhverfið. En Svisslendingar og Norðmenn vita ekki aura sinna tal. Samt eru til dæmis Norðmenn út um allt í Evrópu að gæta hagsmuna sinna. Það geta Íslendingar ekki. En við erum líka örríki sem skiptir fjarskalega litlu máli í hinu stóra samhengi. Þannig gátum við til dæmis hannað útgönguleið úr bankahruninu hér sem hefði varla gengið meðal stærri þjóða.

Og svo má spyrja hvort forsetanum finnist upplausn Evrópusambandsins vera fýsilegur kostur, að Evrópuþjóðir fari aftur að keppa sín á milli eins og áður í stað samvinnu? Hann er alltaf mjög neikvæður í tali gagnvart ESB – en þegar Kína er annars vegar er hann með eindæmum jákvæður. Þeir eru fáir þjóðarleiðtogarnir í Evrópu sem tala með þessum hætti.

Í framhaldi af þessu má benda á viðtal við Einar Benediktsson sendiherra sem birtist í síðasta þætti af Silfri Egils.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?