fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Ólafur Elíasson: Staðreyndir sem þarf að benda á

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. janúar 2013 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Elíasson, félagi í InDefence hópnum, sendi þetta bréf.

— — —

Sæll Egill.

Von er á niðurstöðu EFTA-dómsins vegna kæru Eftirlitsstofnunar Evrópusambandsins á næstu dögum vegna meints brot íslenskra stjórnvalda á gagnvart tilskipun ESB um innistæðutryggingar.

Íslendingar eru nú kærðir fyrir að hafa ekki fylgt tilskipun Evrópusambandsins um lámarkstryggingu á Icesave innistæðum. Kaldhæðnin í þessu máli er sú að hefðu íslensk stjórnvöld fallist á túlkun Breta og Hollendinga á tilskipunni, þá hefðu þeir einungis fengið u.þ.b. 70% af sparifénu greitt en ekki 100% eins og aðgerðir íslenskra sjórnvalda hafa tryggt að þeir fái á endanum.

Þær aðgerðir sem ég vísa til eru neyðarlögin, sem gáfu öllum innistæðueigendum forgang í eigur bankans. Forgang á aðra kröfuhafa. Þessi forgangur í eigur þrotabúsins hefur nú tryggt allar innistæður þessara þjóða upp í topp á kostnað annara kröfuhafa.

Ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki sett neyðarlögin, heldur greitt erlendum sparifjáreigendum út 20.000 evrur á hvern reikning strax (sem þau gátu reyndar ekki gert) , þá hefðu Bretar og Hollendingar aðeins fengið um helming af öllum innstæðum yfir 20.000 evrum í stað þess að fá þær allar greiddar.

Allar innistæður yfir 20.000 á reikningunum, eða um helmingur allra innistæðna hefði farið í almenna kröfu á bankann sem aðeins helmingur hefði fengist upp í.

Það má líka benda á að þessi aðgerð var íslenskum skattgreiðendum alls ekki að kostnaðarlausu. Á meðal kröfuhafa sem voru settir skör lægra í kröfuhafaröð en sparifjáreigendur voru Seðlabanki Íslands og íslenskir lífeyrissjóðir, sem töpuðu gríðarlegum fjármunum á þessum aðgerðum.

Umræðan um meinta mismunun hefur einnig verið á miklum villigötum. Staðreyndin er sú að þegar hrun verður þá snýst allt um að bæta skaðann með þeim leiðum sem í boði eru. Breskir og hollenskir sparifjáreigendur fengu mikla vernd á sín verðmæti með neyðarlögunum sem á endanum munu tryggja verðmæti þeirra að fullu. Ekki tókst hins vegar eins vel að vernda verðmæti íslenskra sparifjáreigenda. Þeir fengu aðeins tryggingu á íslenskar krónur sem höfðu misst nær helming af verðgildi sínu og fengu engan aðgang að erlendum eigum bankans.

Það var aldrei valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að tryggja allar innistæður í topp yfir landamæri. Rannsóknir hafa sýnt að slíkt er einfaldlega ekki hægt. Innstæður eru aðeins tryggðar af stjórnvöldum ef talið er öruggt að fólk hlaupi ekki á bankann og taki allt út. Allar aðgerðir stjórnvalda í bankahruni miðast þannig við skapa traust sem á að duga til að halda peningunum inni í bönkunum en ekki til að greiða þá út. Þótt íslensk stjónvöld hefðu lofað öllu fögru og heitið fullri ríkisábyrgð þá hefði það engu breytt. Eftir að hrunið var orðið að veruleika þá hefðu breskir og hollenskir sparifjáreigendur alltaf tekið peningana sína strax út og þannig keyrt íslenska ríkið í þrot.

Hér á Íslandi var uppi allt önnur staða. Á bak við gjaldeyrishöft var hægt að koma í veg fyrir hlaup á bankana með yfirlýsingum stjórnvalda um ríkisábyrgð. En þrátt fyrir það að íslenskir sparifjáreigendur hafi haft aðgang að sparifé sínu, þá standa þeir engan veginn jafnfætis breskum og hollenskum sparifjáreigendum þegar litið er til þess hve miklu af verðmætum þeirra voru tryggð í íslensku bönkunum.

Það vantar mikið upp á að kjörnir fulltrúar Íslendinga séu nógu duglegir að benda á þessar staðreyndir á erlendum vettvangi.

Kær kveðja.

Ólafur Elíasson, félagi í InDefence hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar