fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Gosið í Eyjum, Stasiland og Ayn Rand

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. janúar 2013 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efni Kiljunnar í kvöld er býsna fjölbreytt.

Við minnumst þess að fjörutíu ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu, fáum í þáttinn Sigurð Guðmundsson (Sigga frá Háeyri) en hann er höfundur nýútkomnar bókar sem nefnist Undir hraun. Sigurður missti sjálfur húsið sitt undir hraunið. Bókin hefur að geyma frásagnir hans og ljósmyndir sem margar hafa ekki birst áður.

Stasiland er ein besta bók sem hefur verið rituð um kúgunina í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu á seinni árum kalda stríðsins. Við ræðum við höfund bókarinnar, Önnu Funder, hún er áströlsk en bók hennar hefur verið þýdd á mörg tungumál og náð metsölu. Hún kom út í kilju á íslensku í fyrra.

Við förum austur á Egilstaði á hrímköldum degi og hittum þar skáldið Svein Snorra Sveinsson.

Spennusagnahöfundurinn Sólveig Pálsdóttir segir okkur frá uppáhaldsbókum sínum, en Bragi spjallar um þann merka mann, rihöfund, hönnuð og Íslandsvin, William Morris.

En gagnrýnendur þáttarins takast á við heldur betur stóra bók, Undirstöðuna eða Atlas Shrugged eftir Ayn Rand.

Hamfarirnar í Eyjum 1973. Myndin birtist í bók Sigga á Háeyri sem nefnist Undir hraun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?