fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Davos: Ofurríkir plotta hvernig þeir verða ennþá ríkari

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. janúar 2013 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aditya Chakrabortty skrifar í Guardian um ráðstefnuna World Economic Forum í Davos sem nú er að hefjast. Þar hittast þjóðarleiðtogar, 34 talsins, auk manna eins og Tonys Blair og Gordons Brown, og svo efnahagselíta og milljarðamæringar heimsins.

Greinarhöfundur nefnir að þarna séu sjö fulltrúar frá Citicorp, og sex frá hverjum eftirfarandi, Goldman Sachs, Deutsche Bank og JP Morgan.

Meðan svona ráðstefnur eru haldnar þurfi varla að spyrja hverjir hafi völdin í heiminum.

Chakrabortty segir að fundurinn sé stórkostlegt dæmi um það hvernig stjórnmálamenn og bisnesselítan segist ætla að gera eitthvað út á við, en hafi svo uppi allt aðrar ráðagerðir inn á við. Þarna eru annars vegar fundir þar sem mæta Nóbelsverðlaunahafar og kvikmyndastjörnur, og hins vegar lokaðir fundir þar sem fjármálaelítan getur tekist til óspilltra málanna að lobbíast utan í stjórnmálin.

Þar plotti hinir ofurríku um hvernig þeir geti orðið ennþá ríkari.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn