fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Stefnir í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. janúar 2013 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úr þremur flokkum heyrist að rétt sé að efna til þjóðaratvkæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB, þetta er stefna Sjálfstæðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Framsóknarflokks segist vera þessu sammála – og sömu raddir eru uppi innan Vinstri grænna.

Flokkarnir semsagt hika við að leggja til að viðræðum verði slitið fyrir fullt og allt – fyrir þá er það sumpart þægilegri leið að láta þjóðina ráða þessu. Þá þurfa þeir ekki að ákveða sjálfir hvort eigi að hætta eða halda áfram. Kannski má segja að þetta sé ábyrgðarfælni, en er ekki beint lýðræði mjög vinsælt þessa dagana?

Nú er óvíst hvernig næsta ríkisstjórn verður skipuð, en langlíklegast er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar forystu. Mjög sennilegt er því að þjóðaraatkvæðagreiðsla verði ofan á. Hún gæti orðið býsna hatrömm, en stuðningsmenn ESB-aðildar ættu að hafa möguleika á sigri. Þetta er kannski besta leiðin sem er í boði fyrir þá.

Þá rifjast upp atburðir sumarið 2009 þegar lagt var til að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ætti að sækja um ESB-aðild. Þá var sagt að það væri óþarfi og fordæmalaust. En vitaskuld hefði það styrkt aðildarferlið – þessi umræða væri ekki uppi ef umsóknin hefði þá verið samþykkt af þjóðinni.

Sem hún hefði líklega verið – á þeim tíma. Þetta var máski pólitískt glappaskot í öllu óðagotinu. Og það er náttúrlega alls ekki óhugsandi að áframhaldandi aðildarviðræður yrðu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti þó varla farið fram fyrr en næsta haust – og hætt er við að umræðan í kringum hana gæti orðið heldur niðurdrepandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn