fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Laxárdeilan – hryðjuverk?

Egill Helgason
Mánudaginn 21. janúar 2013 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski dálítið bratt hjá mbl.is að kalla það „hryðjuverk“ þegar íbúar í Mývatnssveit sprengdu stíflu sem var verið að reisa við Mývatnsósa í ágúst 1970.

Vissulega gerðu þeir þetta í óþökk yfirvalda, en nú myndi varla nokkur maður mæla fyrir Laxárvirkjun – það mun koma fram í nýrri kvikmynd um Laxárdeiluna að enginn þeirra sem stóðu að verknaðinum hafi séð eftir honum.

Var þetta þá hryðjuverk?

Markmiðið var mjög skýrt – að bjarga byggð og náttúru frá því að vera sökkt undir vatn til að framleiða rafmagn. Laxárdalur hefði lagst í eyði og merkilegur laxastofn skaðast mikið. Það slasaðist enginn í sprengingunni, en hún hafði gríðarleg táknræn áhrif.

Var það þá kannski sjálfsvörn – gegn yfirgangi og skemmdaröflum? En þetta fer kannski eftir því hvaða skilning við leggjum í orðið hryðjuverk – sem er íslenskun á hugtakinu terror.

Það er stundum sagt að atburðirinn hafi markað nýja tíma í náttúruvernd á Íslandi. Á endanum höfðu heimamenn sigur, samstaða þeirra var órofin, og yfirvöld beygðu sig. Það er svo merkilegt að hvað þögnin hélt – Mývetningar voru ekkert að blaðra um það hverjir hefðu staðið að sprengingunni sjálfri, en það mun vera upplýst í myndinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn