Þetta er kannski ekki stórmál, en varðar það hvernig við lifum í borginni okkar.
Borgin neitar kokkinum Völundi Snæ – sem virðist vera framúrskarandi góður í sínu fagi – að opna veitingahús á Bókhlöðustíg.
Því er borið við að ekki sé til deiliskipulag af svæðinu og og að nágrannar séu á móti.
Mér finnst þetta pínu sorgleg afstaða. Þarna er miðborgarbyggð – þetta er rétt handan við túnið fyrir framan Menntaskólann.
Ég bý hinum megin við túnið. Hér í grennd við mig eru veitingastaðir, einn þeirra er beinlínis í næsta húsi. Þetta eru ekki næturklúbbar, heldur matsölustaðir sem loka í síðasta lagi um miðnætti.
Og ég get fullvissað fólk um að það er nákvæmlega ekkert ónæði að þeim – ég hef aldrei orðið var við neitt slíkt.