fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Tónlist bönnuð í Malí

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. janúar 2013 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegur er fúndamentalismi sem stefnir að því að þurrka út allt sem áður var.

Þetta var þráður í ýmsum útgáfum kommúnismans. Bolsévíkar rifu kirkjur, rauðu varðliðarnir í Kína hötuðust við menntun og menningu, í Kambódíu var allt fólkið rekið út í sveitir og sagt að nú væri árið núll.

Þetta er líka þráður í íslamskri bókstafstrú. Frægt var þegar talibanar í Afganistan sprengdu upp forn búddalíkneski. Og nú hafa íslamistar verið í framsókn í Malí.

Eitt helsta stolt þess lands er tónlistin. Þeir hafa átt tónlistarmenn eins og Ali Farka Touré – sem er kenndur við eyðimerkurblús – söngvarann Salif Keita og hjómsveitina Tinariwen. Þetta er geysilega mikil og rík tónlistarhefð – og hefur í raun verið ein helsta útfluningsvara landsins.

En eitt af því sem íslamistarnir hafa gert er að banna tónlist á yfirráðasvæðum sínu. Það vekur náttúrlega hrylling víða í landinu. Með þessu er fólkið svipt menningu sinni og lífsnautn. En bókstafstrúarmenn, hverrar tegundar sem þeir eru, eru yfirleitt gleðisnauðir.

Hér er lag frá Malí, flytjandinn er Salif Keita, en hann hélt tónleika á Íslandi fyrir tveimur áratugum eða svo.

http://www.youtube.com/watch?v=LXYgCf24z5M

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“