fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Klausturlíf í Kiljunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. janúar 2013 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta Kilja ársins er í sjónvarpinu í kvöld.

Aðalefni þáttarins er ferð austur á Skriðuklaustur. Þar fjöllum við um hinn merka fornleifauppgröft sem er efni bókar Steinunnar Kristjánsdóttur, en hún nefnist Sagan af klaustrinu á Skriðu.

Uppgröfturinn gefur mjög heillega mynd af klausturlífi á miðöldum, en að auki var í klaustrinu starfræktur spítali. Bein úr kirkjugarðinum við klaustrið gefa mjög merkar vísbendingar um heilsu og sjúkdómafar á árunum fyrir siðaskipti.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velur uppáhaldsbækur sínar.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Sjóræningjann eftir Jón Gnarr og Litla sopa eftir Huldar Breiðfjörð.

Í spjalli Braga koma meðal annars við sögu August Strindberg og Ragnar í Smára.

Horft yfir uppgröftinn á Skriðuklaustri. Þarna fékkst ótrúlega heilleg mynd af klausturlífi. Myndin er af vef menningarsetursins Skriðuklausturs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“