fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Reiði í Samfylkingunni vegna ESB – hvernig á að taka upp viðræður aftur?

Egill Helgason
Mánudaginn 14. janúar 2013 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sérkennilegur málflutningur hjá forystumönnum í Samfylkingunni, sem hafa sótt fast að ganga í ESB, að hollt sé að hægja á aðildarferlinu nú þegar styttist í kosningar.

Víst er að margir stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru foxillir yfir þessu. Það er ekki ólíklegt að þetta hafi þau áhrif að enn meira fylgi leiti frá Samfylkingunni til Bjartrar framtíðar – þar sem Evrópusinnar eru allsráðandi.

Steingrímur J. virkar hins vegar glaður. Á sama degi tekst honum að stoppa aðildarviðræður við ESB og að fá samþykkta rammáætlun í þinginu. Þetta er besti dagur hans í langan tíma.

Aðildarviðræðurnar hafa tekið óhemju langan tíma, það er ekki enn farið að ræða sjávarútveg- og landbúnað. Þær hafa verið í hægagangi – og nú fara þær í enn meiri hægagang. Varla er það fagnaðarefni.

Eftir hverju er þá beðið?

Jú, einfaldlega því að við taki ný ríkisstjórn sem þarf að ákveða hvernig verður tekið á málinu. Málið er í raun lagt í hendur næstu ríkisstjórnar.

Nú þegar búið er að setja viðræðurnar á ís væri í raun auðvelt fyrir nýja stjórn að láta málið einfaldlega lognast út af. Annar möguleiki er auðvitað að við taki stjórn sem ákveður að hefja viðræðurnar að nýju af krafti, en það er vandséð hvernig hún ætti að vera samansett.

Tæplega verður þetta niðurstaðan ef Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsókn mynda næstu ríkisstjórn – nú eða Vinstri grænir, sem virðast vera búnir að fá sig algjörlega fullsadda af ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?