fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Horfnar bensínstöðvar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. janúar 2013 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nútíminn er ekki alltaf flottastur – eða smekklegastur.

Það misjafnt eftir tímabilum hvað okkur finnst gott í hönnun – nú verður maður var við að sjötti áratugurinn (fifties) er í uppáhaldi. Það er einhver tærleiki í hönnuninni sem hvarf síðar.

Hönnun frá níunda áratugnum þykir sérlega vond – er eitthvað ljótara en bensínstöðvarnar stóru sem fóru að taka á sig mynd á þeim tíma. Borgin er gjörsamlega útbíuð í þessum bensínstöðvum.

Einu sinni var sá tími að bensínstöðvar voru nokkuð flottar.

Klassísk er bensínstöðin sem Manfreð Vilhjálmsson hannaði í Fossvogi 1956. En henni var tortímt – menn skildu ekki að einhvern tíma gæti hún orðið menningarverðmæti.

 

 

Svo er hérna mynd sem birtist á Facebook-síðunni 101Reykjavík. Á henni sést bensínstöðin á Birkimel, manni sýnist að tíminn sé sjöundi áratugurinn. Konan er glæsileg, með uppsett hár, en bensínafgreiðslumaðurinn er í séstökum búningi og með kaskeiti. Í bakgrunni sést bensínstöðin sem er öllu smærri í sniðum en nú er. Bílaáhugamenn virðast vera sammála um að bíllinn sé NSU Prinz. Það mun vera Hannes Davíðsson sem hannaði þessa bensínstöð sem var mestanpart úr gleri.

 

 

Þröstur Helgason skrifaði grein um bensínstöðvabyggingar í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum. Hana má lesa hérna. Þar er talað um einsleitni og tilhneigingu til að byggja stöðvarnar eins og risastór vörumerki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?