fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bakhliðin á Disneyheimnum

Egill Helgason
Mánudaginn 16. apríl 2018 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Florida Project er einhver sterkasta bandaríska mynd sem ég hef séð síðustu misseri. Í réttlátum heimi hefði hún átt að vinna Óskarsverðlaun. Hún er skrifuð og henni er leikstýrt af Sean Baker sem hingað til hefur verið lítt þekktur kvikmyndagerðarmaður, þó vakti hann nokkra athygli fyrir myndina Tangerine sem var gerð 2015.

The Florida Project er ekki gerð fyrir mikið fé á mælikvarða Hollywood. Þó er hún á sinn hátt alveg rándýr sé horft til þess hvernig Baker notar sögusvið sitt. Áberandi eru sterkir bleikir og fjólubláir litir, gervilegir, og hreyfingar kvikmyndavélarinnar eru sérlega flæðandi og flottar.

Myndin gerist við umferðargötu í Orlando í Florida, skammt frá Disneyworld. En þetta er enginn Disneyheimur – þótt litavalið sé Disneylegt.  Sögupersónurnar búa í heldur ótútlegum mótelum við þjóðveginn, þau eru innan um skyndibitasjoppur og búðir sem selja draslvarning. Þetta er fólk sem hefur fallið burt af samfélagsstiganum, sumir bíða eftir því að fá bæturnar sínar til að skrimta, aðrir fást við smáglæpi eða vændi. Þeir sem eru með störf lifa samt við fátæktarmörkin. Þetta er Ameríka sem við heyrum mikið um en sjáum lítið af – og verður enn áleitnari vegna þess að gerviheimurinn sem við könnumst öll við er svo stutt frá.

Börn eru í aðahlutverki. Tvær stelpur og strákur sem leika sér í þessu umhverfi, eru búin að læra á það, vita hvert þau eiga að fara til að sníkja ís og sælgæti – eru líka búin að finna þá litlu  náttúru sem þarna er. Börnin eru ótrúlega kraftmikil og hoppa og skoppa fyrir framan myndavélina sem eltir þau. Hinar aðalpersónurnar eru svo tvær einstæðar maður og húsvörðurinn á mótelinu sem gerir sitt besta til að hafa einhverja röð og reglu í þessum óreiðukennda veruleika.

Þetta er sérlega frumleg og flott mynd í sínu pastellitaða raunsæi. Það styrkir hana enn að í flestum hlutverkum er fólk sem getur ekki talist vera sérlega vanir eða þekktir leikarar – fyrir utan William Dafoe sem leikur húsvörðinn. Hann fékk Óskarstilefningu, en ekki hin 24 ára Bria Vanite, sem er ættuð frá Litháen, tattóveruð í bak og fyrir, og leikur móður stúlkubarns sem heitir Moonee. Samleikur þeirra er ótrúlegur.  Eftir því sem líður á myndina verða þær báðar óstýrilátari og villtari, húsvörðurinn þarf að strita við að halda hlutunum saman – maður skynjar að fólkið á þessu dapra móteli á eftir að tvístrast í allar áttir en það er í raun ekki að fara neitt. Það er fast í sinni fátæktargildru.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?