Það var með talsverðri eftirvæntingu sem starfsmenn Drápu biðu eftir því að nýja bókin, Týnda systirin, kæmi inn á lager hjá okkur síðastliðinn föstudag. Eftirvæntingin breyttist í tær vonbrigði því brettið sem kom til Drápu innihélt ranga bók! Í stað þess að fá nýjustu bók metsöluhöfundarins B.A. Paris var þarna kominn stafli af bókum fyrir annan útgefanda hér á landi.
„Bók sem við hjá Drápu könnuðumst ekkert við. Og hófst þá leit að brettinu góða með Týndu systurinni. Enn bólar ekkert á sendingunni en góðu fréttirnar eru þær að hún er komin til landsins, og er líklega einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elín Ragnarsdóttir bókaútgefandi og einn eiganda Drápu.
Týnda systirin er týnd!
Elín Ragnarsdóttir bókaútgefandi og B.A. Paris í London í síðustu viku.
Bókin góða sem nú er týnd.