fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Gleðilegt ár!

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. desember 2014 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægari spurning að velta fyrir sér hvernig næsta ár verður í íslensku samfélagi en að rifja upp hvernig síðasta ár var. En samt, lítum aðeins um öxl.

Þetta var árið sem verðbólgan fór niður í næstum ekki neitt og því hættu menn að ergja sig á verðtryggingunni. Þetta var ár leiðréttingarinnar miklu – það fór alltof mikill tími í það mál. Þetta var árið þegar andúð á útlendingum fór að skipta máli í íslenskum stjórnmálum – við Íslendingar erum svosem ekki einir á báti í þeim efnum. Sums staðar eru birtingarmyndir útlendingahaturs mun verri, en við þurfum að vara okkur.

Þetta var árið þegar gjaldeyrishöftin voru ekki afnumin. Hagvöxturinn sem átti að koma lét standa á sér. Árið þegar húsnæðisverð hækkaði mikið og árið þegar allir sem vettlingi geta valdið ætla að græða á túrismanum. Hætt er við að sé verið að blása út stóra bólu í hótelbyggingum og útleigu húsnæðis til ferðamanna.

Þetta var árið þegar varð merkilegt eldgos austur á landi og maður hélt um tíma að Bárðarbunga myndi springa með þeim afleiðingum að þyrfti kannski að flytja Íslendinga burt. Árið þegar sumir vildu gangast Noregi á hönd – en það tekur kannski að breytast með lækkandi olíuverði.

Árið þegar var mikið rifist og þrasað og stjórnmálaforingjar náðu ekki tökum á þeirri list að tala með skýrum og góðum hætti við kjósendur. Árið þegar ráðherra hraktist frá völdum eftir sorglegan vandræðagang. Árið þegar stjórnarandstaða var mestanpart úti á túni, tveir fyrrverandi stjórnmálaflokkar eru enn í losti eftir mikinn kosningaósigur, nýr miðjuflokkur virðist ekki hafa neitt að segja – það er helst að Píratar séu að gera eitthvað sem skiptir máli.

Þetta var gott ár í menningu- og bókmenntum, eins og mörg undanfarin ár. Það var metaðsókn á Visitors Ragnars Kjartanssonar í galleríi við Hverfisgötu, Ófeigur skrifaði Öræfi og Gyrðir hefur sjaldan verið betri, Ragnheiður, glæsileg íslensk ópera var frumflutt við miklar vinsældir, en Sinfóníuhljómsveitin hefur náð tökum á því að spila í Hörpu – hún hefur leikið afar vel upp á síðkastið. Það má nefna ótalmargt fleira.

Gangið svo hægt um gleðinnar dyr.

Ég ætla að leyfa mér að hnupla mynd af alnetinu, af vefnum Gamlar ljósmyndir. Myndin sýnir áramótaveislu á gamlárskvöld 1939 í Bankastræti 2, segir á vefnum.  Þarna er fólk sem kann að skemmta sér. Það er prúðbúið, með fína hatta, maður leikur á gítar enda er greinilega verið að syngja.

Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir lestur á árinu sem er að líða!

10257445_10202771620244169_7717926152401053729_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum