fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Nokkuð umdeild könnun DV um bestu rithöfundana

Egill Helgason
Mánudaginn 22. desember 2014 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkennilegar eru „úttektir“ sem birtast helst í Fréttablaðinu og DV þar sem er haft samband við hóp manna og hann látinn velja hvað er best á einhverju sviði – besti veitingastaðurinn, besta sundlaugin, besti rithöfundurinn.

Þetta er einmitt það sem DV gerði um helgina. Þrjátíu manna hópur velur bestu núlifandi rithöfundana.

Tíu, nei ellefu efstu, eru: Steinar Bragi, Guðbergur Bergsson, Einar Már Guðmundsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Yrsa Sigurðardóttir, Hallgrímur Helgason, Gyrðir Elíasson, Arnaldur Indriðason, Auður Ava Ólafsdóttir og Auður Jónsdóttir.

Listinn vekur að vonum blendnar viðtökur, enda verður seint sagt að vandað sé til þessarar könnunar. Flestir á álitsgjafalistanum eru þekktir fyrir annað en sérstakan bókmenntaáhuga.

Þórarinn Þórarinsson blaðamaður skrifar á Facebook og skefur ekki utan af því:

30 manna àlitsgjafahópi DV tókst yfirskilvitlega að gera Steinar Braga að besta núlifandi höfundi Íslands (frekar leiðinlegur gaur sem leggur sig fram um að rúnka góða fólkinu í skrifum sínum, þannig að obviously). Sama krúi tekst að troða Gyrði í 6-11 sæti (ergo: retards). Mega bömmerinn er samt að winner ársins, Ófeigur Sig , kemst ekki einu sinni í „Þau voru líka nefnd“. Við blasir að þessir þrjátíuþenningar hafa ekkert verið að lesa yfir sig. Skildi þetta samt betur eftir að hafa rennt yfir bókadómana í sama blaði. Eina krafan er semsagt að vera blaðamaður á DV og að hafa getað stautað sig í gegnum Litlu, gulu hænuna. Til skammar.

Einar Kárason skrifar:

DV fékk hóp „álitsgjafa“ til að velja besta rithöfund landsins. Og til að taka það fram strax, þá fór ég sjálfur fínt út úr því, lenti á flottum stað innan um stórsnillinga. En margt var skrýtið: Þjóðskáld á borð við Þorstein frá Hamri, Hannes Pétursson og Matthías Johannessen voru aldrei nefnd, né heldur vinsælasti höfundur landsins um þessar mundir, Ófeigur Sigurðsson. Sjón og Steinunn Sigurðar komust í „einnig voru nefnd“. En þessi vinahópur setti Steinar Braga langefstan. Ætlar Hallgrímur Thorsteinsson einhverntíman eftir þetta að vonast til þess að nokkur maður taki blaðið sem hann ritstýrir alvarlega?

En leikar æstust nokkuð þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson kom á vettvang og skrifaði:

Jónas Hallgrímsson er bestur. Síðan koma Snorri Sturluson, Egill Skallagrímsson og Hallgrímur Pétursson. Og best var, að enginn þeirra var á listamannalaunum.

En Einar Kárason brást hart við:

Hannes Hólmsteinn Gissurarson kaus að gera athugasemd mína við grein í DV að kommenti með ábendingu um að ég væri „á listamannalaunum.“ Sjálfur er hann búinn að vera á launum hjá Ríkissjóði hvern einasta dag ársins síðustu 30 ár, á meðan við höfundarnir fáum kannski 6-9 mánuði á ári, strípaðan taxta og án alls, stöku sinnum. Ég hef þó, á þeim kjörum skrifað 15 skáldsögur, og 24 bækur alls; hann hefur skrifað sjálfur fáeinar greinar á sama tíma með engu öðru innihaldi en að Davíð Oddsson sé merkasta sálmaskáld Íslandssögunnar ásamt Kolbeini Tumasyni.

Sjálfur lagði ég orð í belg:

Snorri var auðkýfingur, Egill var glæpamaður, Jónas dó úr vosbúð, þáði reyndar margháttaða styrki, og Hallgrímur var á launum hjá hinu opinbera sem prestur – en dó líka í eymd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu