fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Fjölgar hægt

Egill Helgason
Mánudaginn 15. desember 2014 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fámenni stendur Íslendingum fyrir þrifum – og meira nú í hinum flókna heimi nútímans en áður. Kröfur um sérþekkingu, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, hafa aukist mikið og fámenn þjóð á erfitt með að standa undir því.

Útlitið er ekki sérlega bjart, fjölgunin er nefnilega frekar hæg. Íslendingar væru náttúrlega fleiri ef svo margir hefðu ekki dáið úr farsóttum og harðræði eða flutt til Ameríku, en þá stóð landið ekki undir svo mörgu fólki.

Þetta horfir öðruvísi við nú. Fjölmennara Ísland væri hagkvæmara. Það eru of fáir skattborgarar.

Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar ekki nema 446 þúsund árið 2065. Þá verð ég löngu dauður og sonur minn farinn að reskjast. Lífslíkur verða væntanlega meiri – sem þýðir að fjöldi gamals fólk eykst mikið. Margt mun breytast þegar baby boom kynslóðin dettur á gamalsaldurinn.

Mannfjöldaspáin gerir ráð fyrir að innflytjendum haldi áfram að fjölga, en brottfluttir Íslendingar verði fleiri en þeir sem flytja til landsins. Hagkerfi eins og okkar getur ekki án innflytjenda verið – og það verður raunin áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu