fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Nauðsynlegt að skoða lögin um Ríkisútvarpið – stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. desember 2014 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem maður heyrir í umræðum um Ríkisútvarpið er að það hafi nóga peninga þrátt fyrir að fjárveitingar séu skornar niður.

Lítum aðeins á þetta.

Þegar  Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi 2008 var útvarpsgjaldið ákveðið 17.200 á ári. Nú, sjö árum síðar, stefnir í að gjaldið verði 16.400 á ári. Raunlækkunin er um fjórðungur.

Þetta þarf að skoðast í ljósi þess hlutverks sem Ríkisútvarpinu er markað í lögum. Þar er fjallað um hlutverk, skyldur og umfang. Þetta er ansi víðfemt – og kostnaðarsamt.

Í þessari umræðu er algjörlega nauðsynlegt að skoða lögin – ef menn vilja öðruvísi Ríkisútvarp þarf að breyta þeim. Og þá er hægt að miða fjárveitingar við breytt umfang.

Ríkisútvarpið skal framleiða og miðla vönduðu og fjölbreyttu efni með mismunandi tæknilegum aðferðum til allra landsmanna óháð búsetu. Ríkisútvarpið skal gera ráðstafanir til að hægt sé að flytja fréttir og framleiða efni utan höfuðborgarsvæðisins með fastri starfsemi á völdum svæðum.
Fjölmiðlaefnið skal hið minnsta vera fréttir og fréttaskýringar, fræðsluþættir, íþróttaþættir, afþreying af ýmsum toga, lista- og menningarþættir og sérstakt efni fyrir börn og ungmenni.
Ríkisútvarpið skal dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarpsdagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring. Enn fremur að birta valda hluta efnis síns, breytta eða óbreytta, ásamt öðru efni í breyttu eða óbreyttu formi með öðrum miðlunarleiðum, þ.m.t. að gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að efninu og/eða þjónustunni á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.
Ríkisútvarpið skal í samvinnu við til þess bær stjórnvöld tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun um útvarp og þegar við á eftir öðrum boðleiðum. Ríkisútvarpið skal í því skyni setja sér öryggisstefnu um órofinn rekstur hljóðvarpsþjónustu um land allt og á næstu miðum.
Ríkisútvarpið skal varðveita hljóðritanir, filmur, myndefni og aðrar sögulegar minjar sem ætla má að hafi menningarlegt og sögulegt gildi fyrir íslensku þjóðina og heyra ekki sérstaklega undir lög um skylduskil til safna. Ríkisútvarpið skal tryggja sem greiðast aðgengi að safnaefni, hvort sem er til einkanota eða til viðskiptalegrar hagnýtingar sjálfstæðra framleiðenda. Heimilt er að fela viðurkenndum söfnum varðveislu framangreindra menningar- og söguminja en óheimilt er að selja þær, gefa eða farga nema að fenginni umsögn safnaráðs samkvæmt safnalögum.

Og ennfremur:

Ríkisútvarpið skal sinna menningarlegu hlutverki sínu m.a. með því að:
Leggja rækt við íslenska tungu.
Kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru.
Bjóða fjölbreytt og vandað menningarefni og fjalla um ólík svið menningar, lista og íþrótta á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag.
Framleiða sjálft og í samstarfi við aðra lista- og menningarefni, með sérstakri áherslu á leikið efni, auk þess að endurspegla samtímamenningu þjóðarinnar. Ríkisútvarpið skal vera virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, m.a. með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningi sem ráðherra gerir við Ríkisútvarpið skv. 4. mgr. 2. gr. skal mælt fyrir um lágmarkshlutfall dagskrárefnis sem keypt er af sjálfstæðum framleiðendum.
Framleiða og miðla fjölbreyttu efni við hæfi barna og ungmenna.
Miðla afþreyingar- og menningarefni við hæfi fólks á öllum aldri. Erlent efni skal vera frá mismunandi menningarheimum og áhersla lögð á norrænt og annað evrópskt efni.

Í framhaldi af þessu má minna á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem sagði:

„Íslensk þjóðmenn­ing verði í há­veg­um höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á mál­vernd, vernd sögu­legra minja og skrán­ingu Íslands­sög­unn­ar, auk rann­sókna og fræðslu… Rík­is­stjórn­in mun vinna að því að auka virðingu fyr­ir merkri sögu lands­ins, menn­ingu þess og tungu­mál­inu, inn­an­lands sem utan.“

Reyndar kom fram í fréttum á þessum tíma að Framsóknarflokkurinn vildi láta útvarpsgjald óskipt renna til Ríkisútvarpsins:

„Á RÚV hvíl­ir rík, lýðræðis- og sam­fé­lags­leg skylda og því ber að þjóna öllu land­inu. Útvarps­gjaldið verður því að renna óskipt til Rúv.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu