fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Minni einkaneysla og minni hagvöxtur en spáð var

Egill Helgason
Laugardaginn 6. desember 2014 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er hagvöxtur á Íslandi miklu minni en spáð hefur verið. Fyrstu níu mánuði ársins er hann ekki nema 0,5 prósent.

Þjóðfélagsumræðan undanfarna mánuði hefur miðað við að hér sé góður hagvöxtur, en sé þetta rétt er annað uppi á teningnum. Spárnar höfðu gert ráð fyrir að hagvöxturinn yrði á bilinu 2,7 til 3,1 prósent.

Þarna virðist ekki síst hafa áhrif að vöxtur í einkaneyslu er minni en gert var ráð fyrir. Það má spyrja hvort laun í landinu séu ekki svo lág að litlar líkur séu til að einkaneyslan vaxi að ráði? Víðast á Vesturlöndum er líka stöðnun í einkaneyslunni og hagvöxtur lítill sem enginn.

Við Íslendingar höfum gengið í gegnum skeið lánadrifinnar einkaneyslu með tilheyrandi hagvexti, en það er tæplega að gerast núna – ekki einu sinni þótt húsnæðisskuldir landsmanna hafi verið færðar niður.

Kannski tekur einkaneyslan kipp þegar líður að jólum. En það er þó frekar ólíklegt. Fæstir upplifa árferðið þannig að ástæða sé til að fara á eyðslufyllerí um jólin.

Hér má benda á merkilegt blogg sem Stefán Ólafsson birtist í fyrra hér á Eyjunni þar sem er sýnt að tímakaup á Íslandi er óeðlilega lágt miðað við ríkidæmi þjóðarinnar, þ.e. landsframleiðsluna.

Eins og Stefán sagði þá:

Kauphækkun eykur einkaneysluna sem skapar fyrirtækjunum meiri sölufæri, fleiri störf verða þá til og skatttekjur hins opinbera hækka, sem gerir aftur mögulega hækkun lífeyris og launa opinberra starfsmanna, í sama takti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu