fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Lítið gert úr 1. des

Egill Helgason
Mánudaginn 1. desember 2014 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári heyrir maður kvartað undan því að ekki sé gert meira úr fullveldisdeginum.

Nú sé ég skrifað að það sé ekki gott að við séum farin að halda upp á Halloween, Thanksgiving og Black Friday – en vitum svo ekkert í okkar haus um 1. desember.

Við erum náttúrlega frekar ameríkaniseruð í þessu landi.

Þessi mynd er frá 1. desember 1918, daginn sem Ísland varð fullvalda. Mér hefur alltaf fundist hún fremur dapurleg. Það virkar eins og fólkið standi hnípið kringum stjórnarráðshúsið.

Kannski er það ekki furða, spænska veikin gekk yfir bæinn þessa daga, heimstyrjöldinni fyrri var nýlokið, Katla var nýbúin að gjósa og það hafði verið mikil kuldatíð þetta ár.

Fullveldið var náttúrlega merkilegur áfangi, en myndin ber ekki vott um mikla gleði vegna þess. Það hefur stundum verið reynt að hafa einhver hátíðarhöld 1. desember, en það hefur ekki enst lengi – lengst voru það háskólastúdentar sem héldu samkomur sem voru þokkalega fjölsóttar. Þær urðu reyndar tilefni deilna á tímabili vegna þess að róttækir vinstri menn úr röðum stúdenta lögðu þær undir sig.

 

tumblr_lst1isf4mN1r1vqrq

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu