fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Góðar fréttir – en það þarf líka að bæta kjörin

Egill Helgason
Laugardaginn 22. nóvember 2014 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er frábært ef aflögu eru peningar, eftir langan niðurskurðartíma, til að bæta við í heilbrigðisþjónustuna og menntakerfið.

Þetta boðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Hann nefnir líka landhelgisgæsluna – það er svo margt sem hefur setið á hakanum. Innviðir samfélagsins eru farnir að láta á sjá – einhvers staðar sá ég sagt að þeir væru farnir að „ryðga“.

Sé að verða til meira „svigrúm“ – orð sem Sigmundur er gjarn á að nota – gætum við kannski átt von á framfara- og lífskjarasókn í landinu.

Hin hliðin á peningnum eru nefnilega lífskjörin. Þeim hefur hrakað. Það er alltof margt fólk sem nær ekki endum saman. En það virðist varla mega ámálga kauphækkanir án þess að á móti komi hagræðingarkröfur. Slíkar kröfur fela yfirleitt í sér fleiri vinnustundir og færra starfsfólk. Skuldaniðurfellingin kemur ekki í staðinn fyrir launahækkanir. Nei, það þarf einfaldlega að hækka laun á Íslandi.

Sigmundur Davíð sagði sjálfur í fyrsta áramótaávarpi sínu að þyrfti að bæta kjör hinna lægstlaunuðu og rétta hlut millitekjuhópanna. Þetta er í raun einhver mikilvægasta yfirlýsing hans á ferlinum.

„Á nýja árinu og árunum sem á eftir fylgja þurfum við að auka kaupmátt Íslendinga jafnt og þétt. Það ætlum við að gera í sameiningu. Sérstaklega þarf að bæta áþreifanlega kjör þeirra lægstlaunuðu en þau eru miklu lakari en við getum talið ásættanlegt á Íslandi. En það þarf líka að rétta hlut millitekjuhópanna sem hafa tekið á sig miklar byrðar á undanförnum árum“.

 

b604f67a3a-380x230_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum