fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Hinn dularfulli hávaði á Akureyri

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. nóvember 2014 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Les Bâtisseurs d’empire er leikrit frá tíma absúrdleikhússins, skrifað af Boris Vian, frumflutt í París 1959. Titillinn er absúrd – útleggst sem Byggjendur heimsveldisins.

Í leikritinu hrekst fólk milli herbergja í húsi vegna dularfulls hávaða sem engin skýring fæst á. Þetta er absúdleikhús – við vitum ekki hvað þessi hávaði þýðir, kannski er það tíminn sem líður, kannski eitthvað annað?

En þetta er alveg óbærilegt og veldur persónunum í leikritinu miklum þjáningum.

Nú sé ég að vinir mínir og vinkonur á Akureyri koma fram hvert af öðru á Facebook og segja að hinn dularfulli hávaði á Akureyri sé óþolandi.

Þetta er að gera mig brjálaða. Aaaalveg. Í alvöru sko.

Og:

Mig líka!! Í vor var X farinn að halda að ég væri klikkuð því hann heyrði þetta ekki.

Þessi sefur ekki:

Ég sef ekki fyrir þessu. Heyri eg þetta kannski af þvi að eg er aðflutt?!

Þetta er heldur ekki alveg nýtt:

Var þetta byrjað í vor? Ef svo þá skil ég allt- Ó, þessi síbylgjandi andstyggilegu næturhljóð voru þá ekki Y.

Varla getur þetta staðist:

Það væri nú samt dálítið týpískt fyrir Akureyringa að vera með óþolandi hljóð sem gerir fólk geðveikt en bara aðflutt aðkomufólk heyrir…

Það eru reyndar skýringar á þessu fyrir norðan – þetta er hávaðinn í Vaðlaheiðargöngum. Gæti verið til önnur lausn en að Akureyringar flytji burt?

Eru ekki göngin annars enn full af heitu vatni?

vadlaheidargong_3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum