fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Leiðréttingin, þeir sem eiga nóg fyrir og þeir sem eiga lítið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. nóvember 2014 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er athyglisverð áskorun Marinós G. Njálssonar og Hörpu Karlsdóttur um að efnafólk þiggi ekki leiðréttingu húsnæðislána heldur láti hana renna í sjóð til að efla heilbrigðiskerfið og rétta hlut öryrkja.

Ég veit að þetta er gert af góðum hug. Þau eru sómafólk Marinó og Harpa.

Framkvæmdin gæti hins vegar orðið dálítið snúin – í raun þyrfti þá að hugsa upp leið þar sem beinlínis væri hægt að sækja um að ríkið tæki féð til þessara nota. En þá yrði að tryggja að fjármunirnir færu í heilbrigðis- og velferðarmál og ekkert annað. Slíku er stundum erfitt að treysta.

Þetta kæmi þá ofan á sjálft flækjustig leiðréttingarinnar – maður er að heyra utan að sér að það sé býsna hátt í sumum tilvikum. Það á náttúrlega enn eftir að afgreiða tíu þúsund umsóknir, skilst manni.

En kannski hefði þá einfaldlega verið betra að gera þetta öðruvísi – að tengja leiðréttinguna við tekjur eða skuldastöðu og beina henni frekar til þeirra sem lakast standa. Það hefði verið ódýrara, skilvirkari félagsleg aðgerð og þá hefði hugsanlega verið hægt að eiga fé afgangs í annað. Það eru til dæmis ekki góð rök að fólk eigi ekki að heimta hærra kaup vegna leiðréttingarinnar – hún kemur því ekkert við.

Því satt að segja er maður að heyra frá fólki hér og þar sem fær nokkuð rausnarlega leiðréttingu – en þarf í raun alls ekkert á þessu að halda. Ætli margt af því fólki taki áskorun Marinós og Hörpu?

Á sama tíma les maður þetta kröftuga bréf frá hagfræðinemanum Sögu Guðmundsdóttur sem lýsir því hvernig þessar aðgerðir horfa við ungu fólki. Það fær ekki neitt – og staða þess á húsnæðismarkaði versnar fremur en hitt. Við skulum ekki gleyma því að hugsanlega er nú að alast upp kynslóð sem á eftir að búa við lakri kjör en foreldrarnir – það er eiginlega í fyrsta sinn í marga mannsaldra.

Bréf Sögu er svohljóðandi:

Það hryggir mig hvað MÍN KYNSLÓÐ hefur gjörsamlega gleymst í umræðunni um skuldaniðurfellinguna. Ekki nóg með það, heldur einnig hvað hún hefur gleymt sjálfri sér.
VIÐ erum þau sem rétt misstum að því að geta “tekið þátt” í þenslunni á fyrsta áratug aldarinnar. Grautfúlt! Í hremmingunum í lok 2008 hurfu byggingakranarnir á svipstundu líkt og Aliber prófessor í hagfræði við Chicago-háskóla benti á. En það fól í sér að framkvæmdir við húsnæðisbyggingar stöðvuðust.
VIÐ héldum þó áfram að vaxa og stækka. Eins og gengur og gerist, þegar fólk fullorðnast, þá vill (eða jafnvel þarf) það flest að flytja úr foreldrahúsi. Það þýddi það að eftirspurnin eftir íbúðum var enn til staðar á meðan framboðið svaraði henni ekki. Þetta er einfalt hagfræðidæmi; verð fasteigna rýkur upp þegar eftirspurn eftir fasteignum eykst en framboð þeirra helst fast.
Það var því alls ekki fyrir öll OKKAR að kaupa sér íbúð á slíkum tímum.
Leigumarkaðurinn hefur einnig hækkað vegna sömu saka og stendur leiga, til að mynda, svo hátt í samanburði við grunnframfærslu námslána námsárið 2014-2015 sem er 149.459 á mánuði, að nánast engin leið er fyrir OKKUR námsmenn að taka þátt á markaðnum.
Svo kom blessaða skuldaniðurfellingin. Hún mun hella sér inn í ákveðin heimili með þeim hætti að auka eftirspurnarhlið hagkerfisins. Aukin eftirspurn mun hækka fasteignaverð enn frekar. Ekki eykur það möguleika OKKAR í fasteignamálum.
Seðlabankinn mun síðan að öllum líkindum koma til móts við þessa auknu verðbólgu með hærri stýrivöxtum. Hærri stýrivextir gerir það dýrara að taka lán. Þannig að VIÐ sem ættum að vera að taka okkar fyrstu stóru fjárfestingu, að kaupa fasteign, lendum í því að greiðslubirgðin af lánum eykst. {Nema náttla við tökum okkur verðtryggt lán !? Sem flestir virðast enn vera að gera, þ.e.a.s. sirka 70% nýrra lána eru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Lán sem gjörsamlega aftengir fólk frá þróun höfuðstóls lána sinna.}
Ekki nóg með það að enn meiri hækkun verður á fasteignamarkaði og vextir hækka, þá verða skuldir ríkissjóðs vissulega hærri í náinni framtíð en ella (óháð hvaðan þessir peningar nú koma sem fjármagna munu leiðréttinguna). Þá munum við þurfa að velja á milli hvort hækka eigi skattgreiðslur íbúa eða fjársvelta ýmsar opinberar stofnanir. Hvort sem er, þá munu þær niðurstöður ekki skila sér í auknum kaupmátt hjá OKKUR.
Áfram verða því örðugar aðstæður fyrir OKKUR að leigja, að taka OKKAR fyrstu fjárfestingu og hefja uppbyggingu á eiginfjárhlutfalli. Sá möguleiki verður einfaldlega ekki til staðar fyrir OKKUR í náinni framtíð.
VIÐ erum stór partur af samfélaginu og VIÐ erum lítið sem ekkert að láta í okkur heyra. Hvernig stendur á því ?

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur