fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Lífskjarabylting – með eða án sæstrengs?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. október 2014 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar margir hafa deilt á Facebook viðtali við Jón Steinsson hagfræðing sem flutt var á Rás 2 í gær.

Þar sagði Jón að tækifæri væru til að stórbæta lífskjör á Íslandi.

Jón nefndi tvennt í þessu sambandi:

Uppboð á aflaheimildum sem gæti skilað 10 til 30 milljörðum króna í ríkiskassann árlega.

Og sæstreng til Bretlands sem gæti skilað 50 milljörðum í ríkissjóð á ári. Hann segir að nú séu álfyrirtæki að fá orkuna á „tombóluverði“.

Í samantekt um viðtalið segir:

Það er til staðar tækifæri til að gjörbylta lífskjörum á Íslandi vegna þess að Íslendingar búa yfir verðmætum náttúruauðlindum. Norðmenn eru ríkasta þjóð í heimi, við búum yfir náttúruauðlindum sem eru ekki ósvipaðar að verðmætum á hvern íbúa. Við gætum alveg eins verið jafn rík og Norðmenn.“

Jón segir fjársterka hagsmunaaðila standa í vegi fyrir þessum breytingum; þeir hafi tögl og haldir í umræðunni og beiti „linnulausum áróðri“.

Það er samt svo skrítið að þegar bent var á að þessi lífskjarabylting Jóns fæli í sér umræddan sæstreng – kannski lásu menn aldrei lengra en fyrirsögnina – þá reyndust flestir sem deildu fréttinni eða tjáðu sig vera á móti slíkri framkvæmd.

Og ekki heyrði ég betur í viðtalinu en að Jón mælti með einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur