fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Varla upphafið að stórri einkavæðingu – en vandinn er nánast óviðráðanlegur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. október 2014 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki viss um að þótt verktakar ætli að byggja læknamiðstöð í Kópavogi – risastóra reyndar svo líkist heilum spítala – sé það til marks um einbeittan vilja stjórnvalda til að einkavæða heilbrigðisþjónustuna.

Þessi áform í Kópavogi minna fremur á blautan verktakadraum sem maður á eftir að sjá verða að veruleika. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er  skynsamlegur upp að vissu marki, og tíðkast hér á Íslandi, en það allur þorri íslenskra kjósenda er algjörlega á móti stórfelldri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það verður til dæmis varla séð að Framsóknarflokkurinn myndi vilja standa fyrir slíku. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu hefur lengi verið grundvallaratriði í íslenskum stjórnmálum.

En heilbrigðismálin eru í algjöru óefni, ólíkt því sem Brynjar Níelsson heldur fram. Hann virðist telja að í gangi sé samsæri vinstri manna um að tala heilbrigðiskerfið niður. Svo gáleysislegur málflutningur eykur ekki tiltrú á stjórnvöldum – Brynjar er jú í stjórnarliðinu. Almenningur, í hvaða flokki sem hann er, hefur verulegar áhyggjur af heilbrigðismálunum.

Það er í gangi verkfall lækna. Aðgerðum er frestað og biðlistar lengjast enn. Læknar og hjúkrunarfólk streymir til útlanda í leita að betri kjörum eða kemur ekki heim frá námi. Og það er sýnt fram á stétt hjúkrunarfræðinga er mjög að eldast, þar er ekki nauðsynleg endurnýjun.

En vandi heilbrigðiskerfisins hófst ekki með þessari ríkisstjórn. Hann nær lengra aftur í tímann – og ein meginskýringin er einfaldlega skortur á fjármagni. Skatttekjurnar duga ekki – alltof stór hluti þeirra fer í að borga skuldir. Og svo benda sumir á að auðlindagjald hafi verið lækkað sem og auðlegðarskattur.

Kaupkröfur læknanna eru þannig að fjarska erfitt er fyrir ríkið að verða við þeim – það ríkir mikill órói á vinnumarkaði og óánægja er almenn með kaup og kjör. En flótti heilbrigðisstarfsmanna verður ekki stöðvaður nema með betri kjörum – en þar er samkeppnin nánast ómöguleg, það hefur mikil áhrif að við skulum búa við hliðina á ríkasta landi í heimi, Noregi. Þangað eru ekki nema tveir tímar í flugvél.

Þegar svo við bætist léleg starfsaðstaða – vond tæki og gamalt húsnæði, þá er þetta eiginlega no brainer, eins og það er kallað.

En auðvitað verður að geta þess að þetta á ekki við um alla lækna. Margir sérfræðilæknar á stofum hafa ansi góðar tekjur, og þeir hafa mikið upp úr sraumnum sem liggur til þeirra, en þetta er mjög dýrt fyrir kerfið.

Þar kemur að öðrum vanda í heilbrigðisþjónustunni, nefnilega hvað heilsugæslan er veik. Bloggarinn og læknirinn Vilhjálmur Ari Arason, sem skrifar hér á Eyjuna, hefur margoft bent á nauðsyn þess að heilsugæslan sé miklu virkari, að hún sé hlið inn í heilbrigðiskerfið sjálft – og ef hún virkar þannig verði kerfið allt hagkvæmara.

Er verið að smygla inn á okkur einkavæðingu með því að byggja einkaspítala í Kópavogi? Það er sennilega ofmælt. Ráða stjórnvöld ekki við þennan vanda? Já, það sýnist manni. Helstu skýringanna er að leita í efnahag þjóðarinnar og jafnvel í fámenninu hér, en auðvitað kemur fleira til. Heilbrigðiskerfið fjarlægist stöðugt hugmyndir okkar um hvernig það eigi að vera – og sú þróun virðist ætla að halda áfram.

 

risa_heilsumidstod

Fyrirhuguð læknamiðstöð í Kópavogi. Laumuleg einkavæðingaráform eða blautir verktakadraumar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur