fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Var Suzuki einn mesti svindlari tónlistarsögunnar?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. október 2014 01:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljónir barna hafa lært að spila tónlist eftir aðferð Japanans Shinici Suzuki. Suzuki-skólar eru út um allan heim og kennt er eftir bókum Suzuki-aðferðarinnar. Þessi skóli á upptök sín í Japan á sjötta áratug síðustu aldar.

Nú er því haldið fram að Suzuki hafi verið svindlari, hann hafi villt á sér heimildir – „þetta eru einhver stærstu svik í tónlistarsögunni“, segir bandaríski fiðlukennarinn Mark O’Connor.

O’Connor hefur skoðað feril Suzukis og kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi sagt ósatt um fiðlunám sitt í Berlín á millistríðsárunum, Suzuki hafi haldið því fram að hann hafi verið nemandi hjá Karl Klinger og verið í vinasambandi við Albert Einstein.

En nánari athugun sýnir að Suzuki var að mestu sjálflærður, fékk ekki inngöngu í tónlistarskóla í Þýskalandi, lærði aldrei hjá Klinger né hjá öðrum alvöru fiðlukennara. Suzuki spilaði aldrei í neinni hljómsveit sem skipti máli og ekki heldur sem einleikari.

O’Connor birtir ýmis gögn sem renna stoðum undir þetta. Hann er líka ómyrkur í máli um Suzuki-aðferðina og segir að hún hafi orðið þess valdandi að milljónir barna gáfust upp á fiðlunámi. Aðferðin byggir á miklum endurtekingum, nemendur hlusta á fá verk og endurtaka þau í sífellu árum saman, bæði einir og í hóptímum.

O´Connor telur þetta vera lítt skapandi nálgun í tónlist, þarna sé sár vöntun á skólun í tónfræði, spuna, tónsmíðum og hinum ýmsu tónlistarstílum.

Í bloggi O’Connors, sem hefur vakið athygli víða um heim er meira að segja flett ofan af meintri hrifningu sellóleikarans Pablo Casals á Suzuki-skólanum. Segir að að Casals hafi þvert á móti ekki kunnað að meta þessi fræði.

images-6

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur