fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Mikil andstaða við sölu áfengis í matvörubúðum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. október 2014 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg ljóst að það er býsna fámennur hópur sem brennur í andanum vegna sölu áfengis í matvöruverslunum.

Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag sýnir að tveir þriðjuhlutar aðspurðra eru á móti því að svo verði.

En eins og segir, þetta er ekki mjög ofarlega í huga fólks – ólíkt til dæmis heilbrigði-, mennta- og atvinnumálum – og vegna þess að málið er fremur lágt á forgangslista er ekki ósennilegt að talsverðar sveiflur geti verið í afstöðu til þess.

Líkt og áður hefur verið bent á hér er ekki útilokað að meirihluti sé fyrir því á Alþingi að leyfa sölu víns í matarbúðum.

Það er hins vegar spurning hvort ríkisstjórnin kærir sig um að hleypa málinu alla leið í gegnum þingið – sérstaklega í ljósi þessarar niðurstöðu. En kannski er allt í lagi að láta fólk hafa eitthvað annað til að deila um en heilbrigðiskerfið og skuldamál?

AR-710239925

Svona lítur þetta út hjá Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan