fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Eyjan

Gömlu bíóin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. apríl 2015 22:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var að alast upp voru sjö kvikmyndahús í mið- og vesturborginni, Nýja bíó, Gamla bíó, Stjörnubíó, Háskólabíó, Austurbæjarbíó og Hafnarbíó en nokkuð seinna opnaði Regnboginn. Það voru ennþá kvikmyndasýningar annað veifið í Tjarnarbíói, en Trípolíbíó var búið að rífa. Ég man ekki eftir því.

Nú eru aðeins tvö bíó á þessu svæði, Bíó Paradís sem starfar í húsi Regnbogans, og Háskólabíó – sem er þó ekki nema svipur hjá sjón að því leyti að stóri og glæsilegi salurinn þar er ekki lengur notaður undir kvikmyndasýningar nema við sérstök tækifæri.

Bíóin eru komin í úthverfin – ég hef alloft farið alla leið upp í Egilshöll og inni í Smáralind til að sjá kvikmyndir. Þar eru flottustu bíóin núorðið, þótt reyndar verði að geta þess að kvikmyndahús nútímans hafa ekki sama karakter og bíóhallirnar í gamla daga, hvað arkítektúr varðar eru þau öll eins. Notagildið ræður.

Hér eru tvær ljósmyndir sem birtast á vefnum 101Reykjavík – lesendur þessarar síðu hafa kannski orðið varir við að ég hef mikið dálæti á honum.

Annars vegar er hér Stjörnubíó sem var á Laugavegi, upp við Snorrabraut. Fyrst þegar ég kom þangað var salurinn með glæsilegum svölum. Manni var sagt af öðrum krökkum að sitja aldrei í sætunum niðri á gólfinu, því Grettisgötugengið svokallað gerði sér það að leik að skyrpa ofan á gesti þar eða jafnvel láta detta kókflöskur í hausinn á þeim.

Svo brann Stjörnubíó og var endurreist í nútímalegri mynd. Þótti mjög flott um tíma. Þarna sá maður ýmsar myndir eins og Byssurnar í Navarone, síðar Groundhog Day – jú, og Emmanuelle!

Hin myndin er af Trípolíbíó. Eins og áður segir man ég ekki eftir því. Einhverjir lesendur geta kannski bætt úr því. Það var í bragga frá því í stríðinu – rétt eins og Hafnarbíó sem lifði lengur. Þarna reis síðan Árnagarður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur