Þessi ljósmynd er af vefnum Gamlar ljósmyndir. Segir að hún sé tekin 1957. Flest húsin á myndinni standa ennþá nema húsið til vinstri. Guðjón Friðriksson segir að það hafi kallast Veltan – samanber Veltusund. Eftir að það var rifið um 1960 var þarna Steindórsplanið með leigubílum og Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem svaraði þar í síma.
Hægra megin á myndinni má sjá gamla Hallærisplanið, Hótel Ísland var þar en brann þrettán árum áður en myndin var tekin.
Eins og sjá má er tiltölulega nýtt að þarna sé torg. Nú er þetta svæði hið ömurlega ljóta Ingólfstorg – þar er einhver daprasta umhverfishönnun sem um getur.
Myndin er líklega tekin 17. júní. Það eru fánar við hún og börn eru líka með fána. Fólk er prúðbúið eins og tíðkaðist á þjóðhátíðardaginn fyrir tíma flíssins.