fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Stórhættulegir Repúblikanar

Egill Helgason
Föstudaginn 23. janúar 2015 06:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Repúblikanarnir sem stjórna nú báðum deildum Bandaríkjaþings eru stórhættulegt lið. Það er hræðileg staðreynd að meirihluti þeirra sem tóku þátt í síðustu þingkosningum kaus óvini sína.

Obama forseti hélt afar tímabæra stefnuræðu þar sem hann sagði að nauðsyn væri að hækka skatta á ríkt fólk, jafnari tekjuskiptingu,hann talaði um afnám viðskiptabannsins á Kúbu og samninga við Íransstjórn um að nota kjarnorku á friðsamlegan hátt.

Allt er þetta eitur í beinum Repúblikananna og þeir eru til í að gera hvað sem er til að grafa undan forsetanum. Nú hefur John Boehner, leiðtogi Repúblikana í þinginu, boðið Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að ávarpa báðar þingdeildirnar.

Netanyahu mun þar tala gegn stefnu forsetans í málefnum Írans, leiðtogi erlends ríkis mætir upp úr þurru – forsetinn var ekki látinn vita – til að grafa undan forystu Obamas í alþjóðamálum. Það er forsetinn sem fer með alþjóðamálin – annars er hætta á að ríkið hafi tvenns konars stefnu í utanríkismálum. Þannig taka Repúblikanar afstöðu með erlendu ríki gegn forsetanum – og ganga svo langt að klappa fyrir brýningarorðum hans í sjálfu þinghúsinu.

netanyahu-boehner

Boehner og Netanyahu – í Ísrael er stundum sagt í gríni að Netanyahu upplifi sig fremur sem þingmann Repúblikana frá Ísrael en leiðtoga ríkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“