fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Verðlaunamyndir í Bíó Paradís

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. janúar 2015 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíó Paradís er einstök perla í menningarlífi borgarinnar.

Nú er verðlaunatími í kvikmyndaheiminum og þá bregst Bíó Paradís ekki – það sýnir myndir sem hæst ber á árinu. Færir okkur það sem er best í kvikmyndalistinni í heiminum, og ekki bara frá Bandaríkjunum.

Á dagskrá bíósins þessa dagana eru þrjár myndir sem hafa getið sér mikla frægð.

Whiplash, það er bandarísk mynd um unglingspilt sem leggur hart að sér til að verða djasstrommari. Hann fer í tónlistarskóla og lendir í höndum kennara sem beitir vægast sagt óhefðbundnum aðferðum. Þetta er einhver besta tónlistarmynd seinni ára. Whiplash er tilnefnd til Óskarsverðlauna í fimm flokkum, þar á meðal sem besta mynd.

Turist eða Force Majeure er sænsk mynd sem var tilnefnd til Golden Globe verðlauna – hefði verðskuldað Óskarstilnefningu. Myndin fjallar um fjölskyldu sem fer í skíðafrí í frönsku Ölpunum. Myndin er nokkuð í anda listrænna evrópskra kvikmynda frá sjöunda áratugnum, sérstaklega finnst mér að Antonioni sé nálægur – einkum í því hvernig farið er milli persónanna, hins kalda fjallalandslags og einkennilega ópersónulegra nútímabygginga á skíðasvæðinu í Les Arcs í Frakklandi. En þarna má líka greina áhrif frá Bergman – jú, og Haneke.

Þriðja myndin er svo Vetrarsvefn, tyrknesk mynd sem er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Hún fékk líka aðalverðlaunin í Cannes, er marglofuð sem mikið listaverk – en hana hef ég ekki séð ennþá. Myndin þykir bera vott um mikla grósku í menningarlífi í Tyrklandi, á tíma þegar stjórnvöld þar eru þrengja að tjáningarfrelsi.

image7-800x500

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“