fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Prestar gegn guðlastslögum

Egill Helgason
Föstudaginn 16. janúar 2015 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír klerkar innan Þjóðkirkjunnar hafa tekið til máls síðustu daga og sagt að lög um guðlast megi vel hverfa. Þetta gengur í sömu átt og þingfrumvarp Pírata.

Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, skrifar í pistli sem birtist í gær:

Rétturinn til trúfrelsis er óendanlega mikilvægur réttur til tjáningar og lífssýnar. Ég vil geta farið í kirkju og tjáð mig opinberlega um trú mína og lífssýn án þess að sæta fjársektum, fangelsisvist eða ógnunum. En ég virði líka rétt annarra til að finnast lífsskoðanir mínar fáránlegar og að tjá þá skoðun með myndasögu og texta án þess að sæta fjársekt, fangelsisvist eða ógnunum. Eins og norski músliminn Yousef Bartho Assidiq bendir á í góðri grein eftir Charlie Hebdo árásina, eiga engir meira undir tjáningarfrelsinu en einmitt minnihlutahóparnir.

Stöndum vörð um trúfrelsi og tjáningarfrelsi í stjórnarskrá. Það er meginmálið. Og þá má guðlastsákvæðið í hegningarlögunum fara veg allrar veraldar.

Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn, skrifar hér á Eyjuna:

Hinir almennu múslimar á Vesturlöndum mættu gjarnan losa sig við bókstafstrú og leggja enn meiri áherslu á friðarboðskap sinn. En vissulega ættum við öll að hugsa okkar gang. Meðal okkar eru margir, trúmenn og aðrir sem skilja ekki rökhugsun þróunakenningarinnar, viðurkenna ekki læknavísindi,er illa við þà, í nafni trúar, sem hafa öðruvísi kynhvöt en þeir og andskotast með einum eða öðrum hætti út í minnihlutahópa.
Við eigum, eins og einn Pírati (Helgi Hrafn) hefur stungið upp á, að afnema í hvelli sprenghægileg og löngu úrelt lög um guðlast og vinda okkur svo í það að endurhugsa samband ríkis og kirkju.

Og Svavar Alfreð Jónsson, prestur í Akureyrarkirkju, sagði í prédíkun:

Í kjölfar voðaverkanna í París hefur einkum ein takmörkun á tjáningarfrelsi verið til umræðu hér á landi, lög gegn guðlasti, 125. grein almennra hegningarlaga. Samkvæmt henni telst refsivert að smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegra trúfélaga á Íslandi.

Margir hafa bent á að þessi takmörkun á frelsinu til tjáningar sé barn síns tíma og löngu úrelt enda sjaldgæft að þessum lögum sé beitt, þótt ein skýringin á því kunni að vera sú, að mál þar að lútandi er ekki hægt að höfða nema að fyrirlagi ríkissaksóknara.

Ef til vill eru sterkustu rökin gegn þessum guðlastsákvæðum þau, að þessi takmörkun á tjáningarfrelsi sé ekki í þágu manna heldur birtist í þeim þörf fólks fyrir að verja Guð. Þegar maðurinn sér sig knúinn til að semja sérstaka löggjöf til verja Guð fyrir orðum manna, teikningum eða athæfi, getur það lýst vantrú  á mætti Guðs.

Guði hlýtur að vera treystandi til að verja sig sjálfur sýnist honum þörf á.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“