fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Kvóti og kynferðisbrot í Grímsey

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. janúar 2015 02:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímsey er einstakur staður, eyja langt í norðri, fjarri annarri byggð. Eyjan hangir á heimskautsbaugnum, en á sér langa og merkilega sögu. Um Grímsey er fjallað í bókum sem komu út fyrir jólin, Skálmöld eftir Einar Kárason og Ástarmeistaranum eftir Oddnýju Eir. Þetta er staður sem heillar. Sjálfur kom ég til Grímseyjar fyrir nokkrum árum – það var ógleymanlegt.

Grímsey er aðalfréttaefni í Akureyri vikublaði sem kemur út í dag. Þar segir í fyrirsögn að byggð í Grímsey sé að blæða út.

Að sumu leyti hjómar fréttin eins og úrdráttur úr skáldsögu sem fjallar um kvóta og fólk. Því eins og segir í blaðinu:

Kaup á veiðiheimildum fyrir lánsfé, kvótaskerðing og kynferðisbrot ógna framtíð byggðar í Grímsey.

Og ennfremur:

Það sem gæti riðið baggamuninn nú hvað varðar framtíð sjávarútvegs er að upp kom kynferðisbrot þar sem gerandi tengist útgerð í eynni. Heimamenn segja að sá maður eigi ekki afturkvæmt til Grímseyjar. Ef heimamenn eða þeir sem vilja áfram útgerð í Grímsey hafa ekki burði til að kaupa kvóta brotamannsins og halda í eynni gæti það haft mikil áhrif.

 

Iceland2008-Grimsey.arctic.circle

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“