fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025

Ragga nagli: „Sammi hvíslar í eyrað á mér níði og niðurrifi í hinum ýmsu aðstæðum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. apríl 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um samviskubitið sem við könnumst öll við.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Ég heiti Ragga
Ég er oft með svolítið í maganum.
Nei ekki barn.
Ég er oft með hnút í maganum. Hann heitir Sammi.
Sammi samviskubit.
Sammi hvíslar í eyrað á mér níði og niðurrifi í hinum ýmsu aðstæðum.

Með samviskubit í ræktinni.
„Þú ættir að vera heima að vinna núna.“

Með samviskubit í vinnunni.
„Þú ættir að vera búin að klára meira í dag.“

Með samviskubit yfir að pósta ekki puntuðum grautum á Instagram.
„Morgunmaturinn þinn er eins og auglýsing fyrir hundamat.“

Með samviskubit yfir að vera ekki nógu dugleg að taka til.
„Heimilið þitt er eins og eftir sprengjuárás.“

Með samviskubit yfir að skrifa ekki nógu marga pistla.
„Þú skuldar lesendum þínum meira efni.“

Með samviskubit yfir að borða stundum of mikið.
„Geturðu aldrei verið pen og puntuð þegar þú borðar??“

Með samviskubit yfir að vera ekki nógu sterk.
„Þú ættir nú að geta lyft þyngra en þetta!!“

Með samviskubit yfir að vera ekki nógu grönn.
„Það er alltaf þvottur ofan á þvottabrettinu.“

Með samviskubit á nóttunni yfir ósvöruðum tölvupóstum og skilaboðum.
Þú veist þarna klukkan þrjú þegar hugurinn er berskjaldaður fyrir þrálátum hugsunum um ókláruð verkefni hversdagsins.

Við berum okkur saman við tvívíðar verur á Facebook, Instagram, Snapchat og teljum okkur trú um að bak við skjáinn sé fullkominn æðri kynstofn sem vakni á morgnana með allt á hreinu. Massar hversdaginn og vinnuna með bros á vör og bullandi baráttuanda.

En þú færð bara að sjá leikritið, en ekki það sem gerist bak við tjöldin.

Samfélagsmiðlar birta þér einungis þann veruleika sem þeir vilja að þú sjáir.

Þú færð ekki að sjá strögglið og kröfurnar í eigin garð. Innri hatursorðræðuna þegar þeim kröfum er ekki mætt.
Þú færð ekki að heyra um kvíðahnútinn. Stressið. Niðurrifið. Neikvæðu hugsanirnar.

En sannleikurinn er sá að allir berjast við sína djöfla, líka sálfræðimenntað fólk sem nöldrar á lendum netsins.
Naglinn er ekki fullkomin frekar en aðrar mannlegar hræður.

Það er of auðvelt að sogast inn í samviskubitsvæðinguna.

Allt sem þú ÁTT að gera
Allt sem þú ÞARFT að gera
Allt sem þú ÞARFT að eiga

En hvað með að skipta um filter og horfa á allt hið góða sem þú ert þegar að gera?
Allt sem þú gerir vel nú þegar í dag og getur jafnvel bætt við.
Allt sem þú átt nú þegar.

Þessi viðhorfsbreyting setur tunguhaft upp í Samma og þaggar niður í honum.

Hver hérna þekkir Samma af eigin raun?

Facebooksíða Röggu nagla.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfestir að skórnir séu ekki að fara á hilluna – Kveður England í sumar

Staðfestir að skórnir séu ekki að fara á hilluna – Kveður England í sumar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna og Nikita með brons í Blackpool – „Við nutum hverrar mínútu á dansgólfinu“

Hanna og Nikita með brons í Blackpool – „Við nutum hverrar mínútu á dansgólfinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri vann FH

Besta deildin: Vestri vann FH
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrsti í sögunni til að leggja upp sjö mörk

Fyrsti í sögunni til að leggja upp sjö mörk
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir umræðuna um Ísland oft á villigötum

Segir umræðuna um Ísland oft á villigötum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýna miklar hækkanir á sumarnámskeiðum Kópavogs – Allt að tvöföldun gjalda

Gagnrýna miklar hækkanir á sumarnámskeiðum Kópavogs – Allt að tvöföldun gjalda

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.