fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Fimm hæða hótel í Lækjargötu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæti verið að ekki sé þörf á að byggja miklu fleiri hótel í Reykjavík – að minnsta kosti ekki í bili. Fréttir herma að herbergjanýting á hótelum hafi minnkað. Annað er að svo virðist að ný hótel geti ekki krafist jafn hás verðs og gert var ráð fyrir í áætlunum – þar hefur myndast slaki og það þýðir að erfiðara er til dæmis að standa í skilum með lán.

Teikn eru líka á lofti um að eftirsóknin í Airbnb húsnæði fari minnkandi. Samsetning ferðamannastraumsins hingað er að breytast. Verðlagið hefur auðvitað áhrif en líka sú megináhersla íslensku flugfélaganna að flytja gríðarlegan fjölda fólks yfir hafið milli Ameríku og Evrópu, með viðkomu í Keflavík. Á sama tíma hafa þýsk flugfélög fækkað ferðum hingað.

En hótelin rísa enn. Það er verið að byggja Marriott lúxushótel við hlið Hörpu. Á landsímareitnum er að verða til hótel þar sem eru sameinaðar nokkrar byggingar. Og svo birtist í dag mynd af fyrirhugugaðri byggingu Íslandshótela í Lækjargötu. Jú, þetta er hótel á besta stað í bænum.

Fyrri útgáfan af þessu hóteli vakti miklar deilur, hér er komin ný útfærsla. Ég ætla að láta fegurðarhliðina liggja á milli hluta að þessu sinni, en það sem vekur ekki síst athygli er hvað byggingin er há. Það er engan veginn hægt að segja að hún sé í samræmi við byggðina í kring nema sé tekið mið af allra hæstu húsunum. Húsin næst eru miklu lægri.

Þetta er reyndar í anda þess sem gert var með Hafnartorgið. Tekinn hæsti punktur í byggðinni í kring og látið eins og það eigi að vera viðmiðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?