fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Bandaríkjamenn styðja stefnu forsetans – Meirihluti vill sérstaka skrá yfir innflytjendur frá múslimalöndum

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Mikill stuðningur í Bandaríkjunum að meina fólki frá svæðum þar hryðjuverkasamtök eru fyrirferðamikil að koma til landsins og vill meirihluti Bandaríkjamanna að innflytjendur frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta þurfi að skrá sig sérstaklega. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Quinnipiac-háskóla, sem gerð var á landsvísu í Bandaríkjunum, RÚV greindi frá þessu í dag.

Könnunin var gerð dagana 5. – 9. janúar á þessu ári og voru 899 manns spurðir um afstöðu sína í málinu, skekkjumörk eru 3,3 prósentustig. Quinnipiac-háskóli er með A- í einkunn hjá vefnum FiveThirtyEight með 87% nákvæmni í tengslum við forsetakosningarnar Vestanhafs síðastliðið haust.

Samkvæmt könnuninni vilja 48% Bandaríkjamanna banna fólki frá löndum þar sem hryðjuverkasamtök eru fyrirferðarmikil að koma til landsins, en 42% eru því mótfallin. 52% töldu að að innflytjendur frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta ættu að þurfa að skrá sig sérstaklega en 41% voru á móti.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tímabundið bannað fólki með ríkisfang í Íran, Sýr­landi, Írak, Jemen, Lýb­íu, Sómal­íu og Súd­an að ferðast til Bandaríkjanna, hefur tilskipun hans fallið í grýttan jarðveg víðs vegar um heiminn og hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komið á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda gegn tilskipuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur