Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur hafa brugðist við með yfirlýsingum vegna flóttamannatilskipunarinnar sem Donald Trump Bandaríkjaforeti undirritaði á föstudagskvöld.
Það hafa þeir gert með því að nýta sér sama samskiptamiðil og er í svo miklu uppáhaldi hjá Trump þegar hann þarf að tjá sig milliliðalaust við umheiminn – það er að tísta á Twitter-samskiptavefnum.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands tísti í hádeginu í dag, sunnudag:
Fighting #terrorism is a priority, but discriminatory #travelban to #US on the basis of religion or race only makes matters worse
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 29, 2017
Hér er svo íslensk útgáfa af sama tísti:
Það á að berjast gegn hryðjuverkum. Baráttan verður erfiðari og það gerir illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti.
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 29, 2017
Børge Brende utanríkisráðherra Noregs sendi strax á laugardagsmorgun frá sér tíst á norsku:
Alle land,inkludert USA,har ansvar for å beskytte mennesker på flukt.Vi forutsetter at USA fortsatt vil delta i gjenbosetting av flyktninger
— Børge Brende (@borgebrende) January 28, 2017
Þarna segir Brende að öll lönd, þar með talið Bandaríkin, beri ábyrgð á því að vernda manneskjur á flótta. „Við göngum út frá því að Bandaríkin muni áfram taka þátt í því að finna flóttafólki nýja búsetustaði.“
Mörgum Norðmönnum þótti þetta norska skeyti of varlega orðað og var Brende gagnrýndur vegna þess. Í morgun skrifaði hann aftur á Twitter, í þetta sinn á ensku og kvað fastar að orði:
Norway strongly believes that refugees should receive equal treatment regardless of religion, nationality or race.Hence, concerned US policy
— Børge Brende (@borgebrende) January 29, 2017
Hér sagði hann að Norðmenn telji mjög ákveðið að flóttafólk eigi að njóta jafnréttis í meðhöndlun, óháð trú, þjóðerni eða kynþætti. Þess vegna hefði hann áhyggjur af nýrri stefnu Bandaríkjanna. Erna Solberg forsætisráðherra Noregs hefur fylgt þessari yfirlýsingu utanríkisráðherra síns eftir í dag og tekið undir áhyggjur hans.
Anders Samuelsen utanríkisráðherra Danmerkur tísti einnig árla morguns í dag:
The US decision not to allow entry of people from certain countries is NOT fair. Meet every man/woman as an individual #dkpol
— Anders Samuelsen (@anderssamuelsen) January 29, 2017
Utanríkisráðherra Dana segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri ósanngjörn. Mæta eigi fólki á grundvelli einstaklinga.
Margot Wallström utanríkisráðherra Svíþjóðar tísti um svipað leyti og kollegi hennar í Kaupmannahöfn:
Deeply concerned about US decision not to allow entry of people from certain countries. Creates mistrust between people.
— Margot Wallström (@margotwallstrom) January 28, 2017
Eins og utanríkisráðherrar Noregs og Danmerkur lýsir Wallström yfir áhyggjum og segir að hin nýja flóttamannatilskipun Bandaríkjaforseta skapi vantraust milli fólks.
Engum sögum fer af tísti frá Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands en svo er að sjá sem hann sé ekki á Twitter – hvað sem síðar verður.