fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Utanríkisráðherrar Norðurlanda tísta um flóttamannatilskipun

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 29. janúar 2017 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-samskiptaforritið nýtur stöðugt meiri vinsælda stjórnmálamanna.

Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur hafa brugðist við  með yfirlýsingum vegna flóttamannatilskipunarinnar sem Donald Trump Bandaríkjaforeti undirritaði á föstudagskvöld.

Það hafa þeir gert með því að nýta sér sama samskiptamiðil og er í svo miklu uppáhaldi hjá Trump þegar hann þarf að tjá sig milliliðalaust við umheiminn – það er að tísta á Twitter-samskiptavefnum.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands tísti í hádeginu í dag, sunnudag:

Hér er svo íslensk útgáfa af sama tísti:

Børge Brende utanríkisráðherra Noregs sendi strax á laugardagsmorgun frá sér tíst á norsku:

Þarna segir Brende að öll lönd, þar með talið Bandaríkin, beri ábyrgð á því að vernda manneskjur á flótta. „Við göngum út frá því að Bandaríkin muni áfram taka þátt í því að finna flóttafólki nýja búsetustaði.“

Mörgum Norðmönnum þótti þetta norska skeyti of varlega orðað og var Brende gagnrýndur vegna þess. Í morgun skrifaði hann aftur á Twitter, í þetta sinn á ensku og kvað fastar að orði:

Hér sagði hann að Norðmenn telji mjög ákveðið að flóttafólk eigi að njóta jafnréttis í meðhöndlun, óháð trú, þjóðerni eða kynþætti. Þess vegna hefði hann áhyggjur af nýrri stefnu Bandaríkjanna. Erna Solberg forsætisráðherra Noregs hefur fylgt þessari yfirlýsingu utanríkisráðherra síns eftir í dag og tekið undir áhyggjur hans.

Anders Samuelsen utanríkisráðherra Danmerkur tísti einnig árla morguns í dag:

Utanríkisráðherra Dana segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri ósanngjörn. Mæta eigi fólki á grundvelli einstaklinga.

Margot Wallström utanríkisráðherra Svíþjóðar tísti um svipað leyti og kollegi hennar í Kaupmannahöfn:

Eins og utanríkisráðherrar Noregs og Danmerkur lýsir Wallström yfir áhyggjum og segir að hin nýja flóttamannatilskipun Bandaríkjaforseta skapi vantraust milli fólks.

Engum sögum fer af tísti frá Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands en svo er að sjá sem hann sé ekki á Twitter – hvað sem síðar verður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur