fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Trump fær stuðning úr óvæntri átt: Kristinn segir skýrslurnar hræðilega lesningu

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 7. janúar 2017 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.

„Opinber matsskýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna um meint inngrip Rússa í forsetakosningarnar var að birtast. Hafi þessar þjónustur einhverjar sannanir fyrir því að Rússnesk stjórnvöld, jafnvel Pútín sjálfur, hafi fyrirskipað tölvuinnbrot hjá stjórnstöð Demókrata hefur alveg láðst að birta þær í þessari samantekt.“

Þetta segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks og fv. fréttamaður. Tekur hann þar undir með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur gert lítið hingað til úr fullyrðingum leyniþjónustustofnana Bandaríkjamanna um stórfelld inngrip rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember sl.

Rússar hafa verið sakaðir um að brjótast inn í tölvukerfi í Bandaríkjunum, m.a. hjá landsnefnd demókrataflokksins, og leka gögnum til Wikileaks í því skyni að láta Hillary Clinton líta illa út.

Óhætt er að segja að Kristinn gefi skýrslunni, sem kynnt var í Bandaríkjunm í gær, algera falleinkunn. Hann segir á fésbók:

„Hún er eiginlega hræðilega léleg lesning og stundum kjánahrollsvaki. Það er líklegast í tilefni dagsins sem CIA, FBI og NSA ákváðu að birta þennan þunna þréttánda,“ segir hann og vísar þar til þess að skýrslurnar voru einmitt birtar í gær á þrettándanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Í gær

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!