fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Norðmenn skoða að láta hælisleitendur bera ökklabönd

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. janúar 2017 07:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fotlenke-bilde
Rafræn ökklabönd eru yfirleitt notuð til að fylgjast með fólki í afplánun.

Norska ríkisstjórnin hefur nú til athugunar að hælisleitendur þar í landi verði skyldaðir til að ganga með ökklabönd meðan mál þeirra eru til afgreiðslu í kerfinu. Þetta mun sérstaklega eiga við um þá hælisleitendur sem grunur leikur á að hyggist reyna að komast hjá því að verða vísað aftur úr landi.

Ástæða þessa er sú þúsundir hælisleitenda hafa horfið af dvalarstöðum sínum í Noregi. Í fyrra yfirgáfu þannig alls 5.482 vistina og létu sig hverfa. Enn eru 2.743 þeirra týnd þannig að stjórnvöld vita ekki hvar fólkið er niður komið. Norska dagblaðið Aftenposten greinir frá þessu.

Ökklaböndin gera stjórnvöldum kleift að fylgast rafrænt með ferðum fólksins og finna það ef þess þarf.

Í febrúar 2013 lagði Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins fram fyrirspurn í átta liðum til innanríkisráðherra. Síðasta spurningin varðaði hugsanlega notkun rafrænna öklabanda:

„Hefur ráðherra skoðað þann möguleika að flóttamenn sem framið hafa húsbrot hjá skipafélögunum beri ökklabönd sem sýni staðsetningu þeirra þannig að hægt sé að aðvara lögreglu ef þeir nálgast hafnarsvæði eða millilandaflugvelli á grunni 29. gr. laga nr. 96/ 2002?“

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.

Fyrirspurn Vigdísar vakti hörð viðbrögð meðal ákveðinna aðila þar sem þingmaðurinn fékk bágt fyrir. Meðal annars skrifaði Eva Hauksdóttir í grein sem birtist í DV og bloggpistli á Eyjunni/Pressunni undir fyrirsögninni „Ráðherraefnið og flóttamenn„:

„Sá heimóttarháttur og fordómar sem afhjúpast í fyrirspurn Vigdísar á sér fáar hliðstæður meðal vestrænna stjórnmálamanna. Helst eru viðhorf hennar sambærileg við afstöðu forhertustu Færeyinga til samkynhneigðra. Sömu viðhorf einkenna Sverigedemokraterna, Dansk folkeparti og British National Party; flokka sem sækja fylgi sitt til nýnasistahreyfinga.“

Nú þremur árum síðar stefnir í að norska ríkisstjórnin geri einmitt það sem Vigdís impraði á í sinni fyrirspurn.

Árið 2015 komu alls 30 þúsund hælisleitendur til Noregs og höfðu aldrei verið fleiri á einu ári. Í kjölfarið voru reglur hertar mjög og 2016 sóttu aðeins 3.460 um hæli. Norsk stjórnvöld hafa hafnað tugþúsundum hælisumsókna og látið flytja fólkið aftur úr landi en 12.700 fengu hælisumsóknir sínar samþykktar á síðasta ári. Af þeim eru  7.400 Sýrlendingar, 1.600 frá Eritreu og 1.200 frá Afganistan. Norðmenn hafa aldrei veitt fleiri flóttamönnum hæli á einu ári en þeir gerðu í fyrra.

Af þeim hælisleitendum sem láta sig hverfa í Noregi eru 69 prósent fólk sem bíður annað hvort eftir því að verða fylgt úr landi eftir frávísun eða það á brottvísunarúrskurði sem eru í kæruferli innan kerfisins.

Í nóvember sl. dvöldu 14.000 manns sem hælisleitendur í Noregi og biðu eftir úrskurðum í sínum málum, en tæplega þrjú þúsund manns voru týnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Í gær

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!