fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Trump hyggst skera niður útgjöld til þróunar- og umhverfismála til að geta aukið við framlög til hersins

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Donald Trump segist vilja auka útgjöld til hermála um 54 milljarða dollara. Á fundi með ríkisstjórum sagði Trump að hann muni ekki auka skuldir ríkisins vegna þessa. Fjármagnið muni fást með því að skera niður í þróunaraðstoð og öðrum útgjöldum alríkisins, þar á meðal eru umhverfismál nefnd til sögunnar.

Nú er unnið að fjárlagagerð en fjárlögin verða birt í næsta mánuði. Trump sagði að áætlun hans væri „áætlun um öryggi almennings“ og væri byggt á kosningaloforðum hans. Hann sagði að fjárlögin myndu senda þau skilaboð til umheimsins að Bandaríkin væru sterk, hugsuðu um öryggismál og væru staðföst.

„Við verðum að byrja að vinna stríð á nýjan leik.“

Sagði Trump. Hann sagðist vera staðráðinn í að láta hernum í té þau verkfæri sem hann þarfnaðist og sagði að hluti af fjárveitingunni verði notaður til að byggja skip og flugvélar fyrir herinn.

Sky-fréttastofan segir að ekkert ríki heims eyði meiru í her sinn en Bandaríkin og það sé mjög óvenjulegt að útgjöld til hersins séu aukin þegar landið er ekki í neinu stóru stríði. Sérsveitir landhersins og flugherinn taka þó þátt í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum, sem kenna sig við Íslamska ríkið, í Írak og Sýrlandi.

Trump sagðist einnig vilja auka fjárveitingar til lögreglunnar og landamæraeftirlitsins til að halda hryðjuverkamönnum og ofbeldisfullum afbrotamönnum frá Bandaríkjunum.

Trump hefur þó ekki lokaorðið um fjárlögin því þingið verður að samþykkja þau. Repúblikanar eru í meirihluta á þingi en það er þó engin trygging fyrir að fjárlagafrumvarp Trump fari óbreytt í gegnum þingið. Samningaviðræður um endanlega útgáfu þess gætu tekið marga mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?