fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Af hverju ofgreiða Svíar skattana sína?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. febrúar 2017 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Frændur vorir Svíar eru duglegir við að borga sinn skerf til ríkisins og er skattprósenta sumra Svía meiri en 57%. Þrátt fyrir að ýmsir skattar hafi verið teknir af undanfarin ár, til að mynda erfðaskattur árið 2005, auðlegðarskattur árið 2007 og fleira eru þeir samt sem áður æstir í að greiða skatta sína, oft umfram það sem þeir eiga að borga. Í nýjasta hefti breska tímaritsins Economist er grein þar sem leitast er við að komast til botns í því hvers vegna Svíar eru æstir í að borga skatta.

Samkvæmt OECD eyddi sænska ríkið upphæð sem jafnast á við 51% af vergri þjóðarframleiðslu. Það hefur lengi ríkt samfélagsleg sátt í Svíþjóð um að fólk greiði umtalsverðan hluta launa sinna til ríkisins en í staðinn er gerð krafa um öflugt velferðarsamfélag. Þetta hefur lengi verið rannsóknarefni og hafa félagsfræðingar og aðrir sett fram ýmsar tilgátur um það hvers vegna Svíar haga sér svona, allt frá einsleitni samfélagsins (sem er að breytast), dimmir vetur eða lúterstrúin.

Nú er hins vegar komin fram ný staða í skattamálum Svía. Hluti þeirra stundar það að ofgreiða skatta. Opinberar tölur sem gefnar voru út þann 22. febrúar sýn að fjárhirslur ríkisins fyllast hraðar en spáð var fyrir um í fyrra. Sænska ríkið skilaði 85 milljörðum sænskum í afgang á síðasta ári og meira en helmingur þess eða um 40 milljarðar voru vegna ofgreiðslu skatta. Þetta veldur hinu opinbera ýmsum vandamálum enda er mikið umstang að greiða slíkar upphæðir til baka.

Það er þó ekki þannig að skyndilega hafi gripið um sig eitthvað æði fyrir því að styrkja ríkið hjá Svíum. Ástæðan er ekki norræn velferðarhugsun heldur ískaldur kapítalisminn. Síðan í mars 2015 hefur seðlabanki Svíþjóðar haldið stýrivöxtum undir 0% og sænskir bankar sömuleiðis til að koma í veg fyrir verðhjöðnun. Hið opinbera hefur hins vegar lofað því að endurgreiða ofgreidda skatta með 0,56% vöxtum. Þessu hefur nú verið breytt og eru ofgreiddir skattar nú endurgreiddir vaxtalausir. Einstaklingar og fyrirtæki hafa samt sem áður enn meiri hag af því að geyma fé sitt sem ofgreidda skatta hjá ríkinu en að horfa á það minnka með neikvæðum vöxtum á bankabók.

Svipað ástand virðist vera að þróast í Sviss þar sem neikvæðir vextir hafa verið við lýði síðan árið 2015 samkvæmt grein Financial Times.

Embættismenn í Stokkhólmi eru langt því frá að vera í skýjunum með afganginn á fjárlögunum. Kostnaðurinn við að fá lánað fé frá borgurunum með ofgreiddum sköttum er hærri en við að afla fé með öðrum leiðum. Hvort að þetta ástand muni breytast eitthvað og hversu fljótt þeir sem hafa ofgreitt vilji fá peninginn til baka er óljóst og erfiðlega gæti gengið að hafa stjórn á fjármagnsflæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar