fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Gera alvarlegar athugasemdir við starfsemi Borgunar

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. febrúar 2017 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

Fjár­mála­eft­ir­litið gerir athuga­semdir við verk­lag og eft­ir­lit vegna við­skipta við nokkra af við­skipta­vinum Borg­unar hf. á erlendum mörk­uð­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Borg­un.

Meg­in­mark­mið athug­unar FME var að kanna hvort lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka væri fylgt, var þá kannað verk­lag Borgunar við áreið­an­leikakann­anir á við­skipta­mönn­um, reglu­bundið eft­ir­lit, til­kynn­inga­skyldu og innra eft­ir­lit. Í niðurstöðunni gerir FME alvarlegar athugasemdir við aðal­lega í tengslum við umfang og nákvæmni áreið­an­leikakann­ana, verk­lag og verk­ferla.

Haukur Odds­son for­stjóri Borg­unar segir félagið taka athugasemdum FME alvarlega:

Borgun tekur athuga­semdum FME alvar­lega og mun tryggja í sam­starfi við FME að starf­semin full­nægi betur en nú er ítr­ustu skil­yrðum laga m.t.t. könn­unar á áreið­an­leika við­skipta­manna og skyldum þátt­um, en lítið hefur reynt á túlkun þess­ara reglna, sem eru um ýmis­legt mats­kennd­ar, í íslenskri stjórn­sýslu- og rétt­ar­fram­kvæmd. Borgun hefur þess í stað reitt sig á regl­ur, túlkun og úttektir korta­fé­lag­anna Visa og MasterCard sem byggja á sömu evr­ópu­lögum og hér um ræð­ir,

segir Haukur. Stefnt verður að því að uppfylla kröfur FME innan tveggja mánaða:

Það er brýnt að taka fram að hvorki er um að ræða grun um pen­inga­þvætti né fjár­mögnun hryðju­verka. Borgun hefur þegar haf­ist handa við að upp­fylla fyr­ir­mæli FME, meðal ann­ars með því að segja upp við­skipta­sam­bandi við nokkra aðila

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla