fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Rússar vara Norðmenn harðlega við frekari umsvifum NATO í Noregi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 23:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir rauðum múrum Kremlar í Moskvu.

Rússneski sendiherrann í Noregi varar Norðmenn við því að efla starfsemi NATO enn frekar innan landamæra Noregs eða taka þátt í eldflaugavarnakerfi NATO. Norskir fjölmiðlar hafa greint frá því upp á síðkastið að norsk varnarmálayfirvöld hafi áhuga á því að Noregur verði með í eldflaugavörnunum. Rússar eiga landamæri að Noregi nyrst norður við Barentshaf. Þeir eru vægast sagt lítið hrifnir af auknum umsvifum NATO í Noregi og allra síst á norðurslóðum. Sendiherra Rússa í Noregi segir að fari fram sem horfir þá stefni Norðmenn sínum eigin landamærum í hættu.

Norsk stjórnvöld verða sjálf að ráða hvaða stefnu þau kjósa að fylgja. Ef Noregur metur það svo að eingöngu sé verið tryggja eigin landamæri með því að kalla eftir NATO þar sem stokkað verður upp í herstöðaskipulaginu með þátttöku í eldflaugavörnum…Ef Noregur heldur því fram að þetta séu aðeins aðgerðir til að tryggja eigin landamæri þá er það ekki satt. Við trúum því ekki,

segir Teimuraz Otarovich Ramishvili nýr sendiherra Rússa í Noregi, í viðtali við veftímaritið High North News. Viðtalið hefur vakið nokkra athygli í Noregi og greinir norska ríkisútvarpið NRK frá því á fréttavef sínum.

Samskipti Noregs og Rússlands hafa versnað stórlega á síðustu misserum eftir að Rússar lögðu undir sig Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Eins og staðan er nú hefur sjaldan eða aldrei ríkt meiri kuldi í sambandi ríkjanna.

Ramishvili sendiherra segir í viðtalinu við High North News að Rússar séu orðnir afar þreyttir á því að Norðmenn láti engin tækifæri ónotuð til að fordæma yfirtöku Krímskagans. Nýverið var tveimur háttsettum og þekktum norskum þingmönnum síðan neitað um vegabréfaáritanir til Rússlands. Greint var frá því í frétt hér á Eyjunni 2. febrúar sl.  Það hefur síðan ekki þótt bæta úr skák að rússneska sendiráðið í Ósló sendi frá sér fréttatilkynningu sl. föstudag þar því var m. a. lýst yfir að samband Rússlands og Noregs væri hreint út sagt óviðunandi. Þessi tilkynning olli nokkru írafári á norskum fjölmiðlum sem höfðu uppi vangaveltur um hvort verið væri að koma á framfæri hótunum gangvart Noregi í gegnum fjölmiðlana.

Sendiherrann segir þrátt fyrir þetta að Norðmenn þurfi engan veginn að óttast Rússa, hvorki í norðri né suðri. Rússar telja sig hins vegar sjá merki um aukin umsvif sem ógni þeim. Þar er meðal annars nefnt nýtt og afar fullkomið njósnaskip sem Norðmenn eru að ljúka smíði á og verður gert út frá Kirkenes í Finnmörku. Einnig á að setja upp nýja ratsjá í Vardö í Finnmörku skammt frá landamærunum að Rússlandi fyrir árið 2020. Hún mun geta vaktað austanvert Barentshaf og Kólaskaga. Á sama tíma verður komið upp 150 manna njósnaherdeild með aðsetur í Varanger í Finnmörku. Síðan verða 330 bandarískir landgönguliðar hverju sinni staðsettir í Værnes við Þrándheim. Í næsta mánuði halda Norðmenn stóra heræfingu í Finnmörku. Þar munu tíu þúsund hermenn taka þátt auk allt að tvö þúsund manna liðsafla frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Haustið 2018 verður síðan stór heræfing á vegum NATO í Noregi þar sem æft verður með land-, sjó- og flugherjum NATO-ríkja.

Rússneski sendiherrann segir að frá sjónarhóli Rússland líti málin þannig út að þessar nýjustu ákvarðanir norskra stjórnvalda séu enn eitt skrefið í vígbúnaðaruppbyggingu sem fari nú fram að undirlagi Bandaríkjamanna og sé stýrt af þeim. Hann kemur með skýra viðvörun til Noregs ætli Norðmenn að taka þátt í eldflaugavarnakerfi NATO, en beitir jafnframt blíðmælgi geri þeir þetta ekki:

Það yrði hluti af því að styrkja umsvif NATO við landamæri okkar. Það er Noregs að taka ákvörðun um þetta…Viljið þið setja landamærin í hættu, með því að skapa vandræði fyrir Rússland – og með því að gera stöðuna verri – eða vill Noregur draga úr þessari hættu? Að draga úr hættunni felst í því að draga úr þátttöku NATO við landamæri okkar. Rússland mun þá umsvifalaust bregðast jákvætt við slíku, og jafnvel hjálpa Noregi að losna við þær áhyggjur sem landið kann að bera í brjósti. Það get ég ábyrgst.

Børge Brende utanríkisráðherra Noregs mun halda í heimsókn til Rússlands í næsta mánuði. Það mun vera í fyrsta sinn í mörg ár sem norskur utanríkisráðherra sækir Rússa heim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur