Einkavæðingin í bankakerfinu er komin á fulla ferð. Meðal Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undirbýr breytta eigendastefnu til að selja hlut ríkisins í fjármálastofnunum vinnur slitastjórn Kaupþings nú að því að ganga frá sölu á allt að 50 prósenta hlut félagsins í Arion banka í lokuðu útboði til bandarískra fjárfestingasjóða og hóps íslenskra lífeyrissjóða.
Kaupverðið mun nema á bilinu 70 til 90 milljörðum íslenskra króna, eða sem jafngildir genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka. Væntingar eru um að viðskiptin verði kláruð á allra næsta vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ritstjóri hans skýrir frá málinu í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.
.Söluandvirðið mun fara í að gera upp 84 milljarða veðskuldabréf sem Kaupþing gaf út til íslenska ríkisins í ársbyrjun 2016.
Áformað er að fjórir fjárfestingasjóðir kaupi allt að 25 prósenta hlut í bankanum. Enginn einn þeirra verður með meira en 10 prósent í Arion banka og þarf því ekki samþykki Fjármálaeftirlitsins (FME) fyrir virkum eignarhlut.