fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Bandaríkjamenn stilla NATO-ríkjum upp við vegg: Krefjast meiri fjármuna til hermála

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Mattis nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni nýjum utanríkisráðherra Íslands. Mynd: NATO.

Bandaríkin hafa sett öðrum NATO-ríkjum úrslitakosti. Annað hvort greiði þau meira til bandalagsins eða Bandaríkin dragi að öðrum kosti úr sínum fjárframlögum til þess. Þetta kom fram á tveggja daga fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Brussel í Belgíu í dag. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu þá var rætt þar um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins.

Einnig var talað um mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála.

James Mattis fyrrum hershöfðingi og nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hitti þarna fyrsta sinni kollega sína frá hinum NATO-löndunum. Í gær hélt hann ræðu yfir þeim á bak við luktar dyr. Norska dagblaðið Aftenposten hefur undir höndum útskrift af ræðu Mattis. Þar mun hann meðal annars hafa sagt:

Mér ber skylda til að gera ykkur grein fyrir stjórnmálalegum raunveruleika í Bandaríkjunum. Bandaríkin munu standa við sínar skuldbindingar. Ef ykkar lönd vilja hins vegar komast hjá því að horfa upp á Bandaríki sem draga úr sínum skuldbindingum þá verður hvert og eitt af ykkar þjóðríkjum að sýna stuðning við sameiginlegar varnir okkar.

Í framhaldi af þessu mun Mattis hafa krafist þess að NATO-ríkin sjái til þess að meiri fjármunum verði veitt til varnarmála fyrir lok þessa árs.

Bandarískur skattgreiðandi getur ekki lengur staðið undir jafn stórum hlutfallslegum hluta og hingað til af kostnaðinum við að halda uppi vörnum vestrænna gilda. Bandaríkjamenn geta ekki borið meiri ábyrgð á framtíð ykkar barna en þið eruð reiðubúin að gera sjálf.

Þessar yfirlýsingar Mattis eru í takt við fyrri stefnuyfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin muni ekki standa í því að verja lönd sem ekki séu sjálf reiðubúin að greiða sinn hluta varnakostnaðarins. Trump hefur einnig heitið því að stórefla bandaríska heraflann í forsetatíð sinni.

Aðeins fimm af 28 löndum NATO munu standa undir þeim kröfum innan NATO að verja tveimur prósentum af heildar þjóðarframleiðslu (BNP) til varnarmála.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sat þennan ráðherrafund NATO fyrir Íslands hönd.

Skilaboðin frá Mattis voru skýr og afar mikilvæg. Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgaralegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum,

segir Guðlaugur Þór í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur